16/11/2006

Hold the line.....
Hjúkkan er komin heim úr því sem virtist vera einstaklega löng ferð til útlanda í þetta skiptið. Það hefur sennilega haft áhrif að hún rétt komst heim milli fluga um síðustu helgi og náði ekki einu sinni að pakka upp úr töskunum. Annars var hjúkkunni bent á það í morgun það hugtakið að "pakka upp" væri ekki til og almennt væri notast við að "taka upp" úr töskunum! Nema hvað þá lenti hjúkkan sæl og þreytt á klakanum eftir nokkuð ánægjulegt næturflug frá Boston. Að þessu sinni voru allar flugvélar á réttum tíma og ekkert óvænt gerðist. Það má því segja að allt sé þegar þrennt er þar sem flugjinxinu virðist vera aflétt af hjúkkunni. Það er svo fátt íslenskara en að koma út úr Leifsstöð um kl 7 að morgni í 5 stiga frost og norðan gadd sem stingur inn að beini!!!!
Chicago er mjög skemmtileg borg og það var í nógu að snúast þar. Skella sér á ráðstefnuna, skoða í búðir og skoða mannlífið á götum borgarinnar. Hjúkkan var alltaf að bíða eftir því að hitta Dr. Luka á þinginu en hann er víst bráðalæknir en ekki hjartalæknir og því komst hann ekki til að hitta hana í þetta sinn :) Hápunktur ferðarinnar voru þó tónleikar með ofurbandinu TOTO sem voru á House of Blues á þriðjudagskvöldið. Þar hljómuðu hver annar slagarinn og þakið ætlaði að rifna af þegar þeir tóku einmitt "Hold the line (duh-duh-duh-duh).. love isn´t always on time". Aðrir gamlir og góðir voru meðal annars Rosanne og einnig Africa lagið sem hjúkkan man ekki hvað heitir. Hjúkkan heyrði þann orðróm að TOTO væru væntalegir til landsins á næsta ári og þá er bara að skella sér aftur enda þrusugott tónleikaband á ferð, þrátt fyrir nokkuð þétt litað hár, yfirvaraskegg og örfá aukakíló á gaurunum.

Engin ummæli: