30/11/2006

Fátt að frétta!
Það er nú ekki mikið að frétta af hjúkkunni þessa dagana. Hún er búin að vera heima á klakanum í 3 vikur tæpar og farið að glitta í næstu ferð, en þá liggur leiðin til New York. Það verður nú örugglega frekar nett að vera þar í tæpa viku, svona í jólamánuðinum. Síðasta helgi fór í jólabakstur og skrall með Hafnarfjarðarpíunum sem var ótrúlega nett. Allt í einu er komin aftur föstudagur og áður en maður veit af verða jólin komin. Ælti hjúkkan splæsi ekki í nokkrar jólagjafir á meðan hún verður í NYC, svona á milli fyrirlestra og kvöldverðaboða.
Svo eru það auðvitað jólasöngvarnir hjá kórnum sem eru helgina fyrir jól með tilheyrandi tárvotum augum í vissum lögum. Það er alveg ótrúlegt hvað sum jólalög geta haft áhrif á mann og sértaklega er hjúkkan þá að tala um jólagið hennar Eivara sem Árni nokkur Harðar útsetti á þvílíkan snilldarhátt. Þið verðið bara að koma á tónleikana til að upplifa þetta - en ég get lofað ykkur því að það munu tár falla :)
Hjúkkan er frekar dapurleg í bíóferðum og hefur hvorki séð Mýrina né Bond!!! Jább alveg spurning um að finna einhvern til að fara með sér í bíó, ekki satt??
Þangað til næst, farið varlega í hálkunni og jólasmákökunum...

Engin ummæli: