01/12/2006

Greinileg merki um jólin!!!
Síðustu daga hafa sífellt fleiri merki um það að jólin séu að nálgast skotið upp kollinum. Í gærkvöldi varð hjúkkan fyrir því að sjá þá auglýsingu sem hún þolir hvað verst í jólatíðinni. Jú þið sem þekkið hjúkkuna vitið að um er að ræða syngjandi krakkann með jólasveinahúfuna..... Hjúkkan fær einfaldlega hroll við tilhugsunina eina og sér - þessi auglýsing fer einstaklega mikið í taugarnar á hjúkkunni!!! Næsta merki um jólin var bundið við einhvern einkennilegasta texta í jólalagi sem hjúkkan hefur heyrt. Jú ofursmellurinn sem inniheldur ... he is the reason - for the season.. ójá alveg hreint ógleymanlegur texti!
Annars verður kvöldið tekið heima á sófanum í Dofranum þar sem hjúkkan er með hundleiðinlegar takttruflanir og er nett þreytt eftir svolítið erfiða viku. Þá er bara að sjá hvort næsta vika verði ekki auðveldari, þá er jú ferðin til New York á dagskrá.

Engin ummæli: