27/12/2006

Jólin komin og á hraðri leið í burtu!
Já jólin komu nú aldeilis með glæsibrag í ár. Hjúkkan naut daganna í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi matarveislum og ofáti. Annars virtust flest fyrirtæki sem hjúkkan hefur unnið fyrir á árinu ákveðið að gefa eins gjöf í ár - KONFEKT..... Hjúkkan var nú farin að svitna töluvert yfir öllu þessu magni af súkkulaði sem saman var komið í Dofranum og fór hún því með dágóðan skammt á slysadeildina, þar sem fleiri fá að njóta þess.
Aðfangadagskvöld einkenndist af nettri Fríðu þar sem að mat og kaffi loknu leit kjóllinn hennar út fyrir að 5 ára barn hafi notað hann sem svuntu. Eitthvað gekk illa að koma matnum á réttan stað og því þarf kjóllinn að komast í hreinsun. Einnig steig hús í veg fyrir bílinn hjá hjúkkunni þegar hún var að bakka í stæði, en sem betur fer eru skemmdir í lágmarki. Jóladagur fór í jogginggallann og afslöppun áður en tekist var á við hangikjötið og svo var 3. veislan í Brekkuselinu í gær með systrum, viðhengjum og öðrum tengiliðum. Það fer nú að verða of lítið borðstofuborðið í Brekkuselinu þegar allt liðið er mætt en það var bara yndislegt.
Nýtt teppi leit dagsins ljós úr einum pakkanna til hjúkkunnar og hefur það verið prufukeyrt í Dofranum. Teppið er 200cm x 250 cm og því týnist hjúkkan eiginlega ef hún liggur ein undir því!! En það er bara huggulegt.
Okkar menn unnu glæstan sigur á jóladag og lítið annað að segja en Áfram Man Utd!!!!

Engin ummæli: