Hljómar kunnulega!
Ég veit ekki um ykkur hin en eitthvað finnst mér það hljóma of kunnulega að það sé gert ráð fyrir vitlausu veðri á Íslandi einmitt daginn áður en ég á að fara í flug heim!!! Það virðist vera þannig þessa dagana að djúpar lægðir fylgi utanlandsferðum hjúkkunnar með tilheyrandi seinkunum á flugi og almennum leiðindum!!! Kosturinn í dag er alla vega sá að bíllinn er heima í Dofranum og því lítil þörf á Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að koma hjúkkunni milli staða :)
Það nýjasta úr lífi hjúkkunnar í New York er að hún er orðinn stoltur eigandi af Ipod Nano, sennilega síðust allra íslendina að eignast svona grip. Þetta er voðalega sniðugt tæki, en það þarf víst ekki að telja það frekar upp hér þar sem allir eru löngu komnir með svona dæmi...
Það virðist koma hjúkkunni sífellt á óvart sá svakalegi fjöldi fólks sem er í þessari borg. Það er fólk alls staðar og þar sem ekki er fólk, þar er leigubíll á fullu blasti á flautunni. Já þetta er nú aðeins meira af fólki en í Firðinum góða :)
Nú er bara að vona að veðrið gangi hratt yfir og Icelandair lendi ekki í miklum vandræðum með allt dæmið, því hugurinn er nú farinn að leita heim.
09/12/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli