27/12/2006

Flugumferðastjórar!!
Hjúkkan er nú alveg að verða komin með nóg af þessu andlega ofbeldi sem flugumferðastjórar eru að beita þjóðinni. Þar sem hjúkkan er nú farin að ferðast nokkuð mikið sökum vinnunnar, og á einmitt flug frá Íslandi þann 2. janúar, er hún ekki hress með þessar hótanir sem felast í orðum formanns þeirra. Hann kom í Kastljósið áðan og var með frekar ónett skot á þá flugumferðastjóra sem ætla að vinna hjá nýja fyrirtækinu. Hjúkkan er nú ekki vön að blanda þessari síðu sinni í svona deilur sem ræddar eru í samfélaginu en þetta gengur of langt að hennar mati. Til dæmis síðast þegar hjúkkan hélt að hún hefði eitthvað vit á samningum, voru lögin þannig að þú slítur ekki gildandi kjarasamningi bara af því þú vilt nýjan!!! Já hjúkkunni er lítið skemmt yfir þessari hegðun starfstéttar sem heldur Íslendingum í gíslíngu!!!

Engin ummæli: