Bleikt biðskyldumerki!!!
Það er ekki á hverjum degi sem hjúkkan lendir í óvenjulegum aðstæðum, frekar svona annan hvern dag. Eftir að hafa setið á annarri rasskinninni í viku á ráðstefnunni í New York dreif hjúkkan sig til sjúkraþjálfarans þegar heim var komið. Flugið frá New York var rétt yfir 5 klukkutíma langt og voru þetta lengstu fimm tímar í lífi hjúkkunnar, þar sem hún var að drepast úr verkjum í bakinu og rófubeininu. Sjúkraþjálfarinn ákvað að prófa nýja leið í meðferð sem byggir á japanskri teipmeðferð. Núna er hjúkkan sem sagt með bleikt teip á neðri hluta baks í nálægð við rófubeinið. Sem sagt til að lýsa því betur þá er hjúkkan með skærbleikt biðskyldumerki á botninum!!!! Það má fara með draslið í sund og sturtu og alles þannig að það er alveg spurning um að skella sér í bikiníið og í Laugardalslaugina með biðskyldumerkið. Eitthvað ætti það eftir að vekja athygli fólks!!!
Annars er hjúkkan að detta í svakalegustu jólastemningu sem sögur fara af. Hún er búin að skreyta allt í Dofranum og er bara raulandi jólalög daginn út og inn. Það eru mörg ár síðan hún hefur dottið í svona jólaskap og þá er bara að njóta þess. Hjúkkan er nú samt ekki farin að þola auglýsinguna með syngjandi barninu....
14/12/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli