Haustkuldi og fína línan!
Það er mjög augljóst að haustið er komið hjá hjúkkunni alla vega. Haustlitirnir á Íslandi eru eitt af því fallegasta sem til er og maður fyllist einhverri ró við það eitt að horfa út um gluggann. Það versta er að við næsta rok þá fara laufin af trjánum og kaldi þungi veturinn skellur á með allri sinni myglu. En haustið er einn af uppáhaldstímum hjúkkunnar og kann hún mjög vel við sig á þessum tíma árs. Eitt af því sem fylgir haustinu er kólnandi hitastig, þetta á við bæði úti og inni. Þá á hjúkkan við að um leið og það fer að hausta verða hendur hjúkkunnar kaldari og tásurnar við frostmark. Hinn grunlausi ætti nú að vera farinn að læra að hann er almennt notaður til upphitunar á köldum höndum og tám en alltaf virðist þetta koma á óvart !!!
Fína línan sem hjúkkan vill aðeins koma inn á er í kringum umræður í fréttaþáttum beggja fréttastöðvanna þessa vikuna. Hjúkkan er nú ekki alveg sammála þeim vinkli sem hefur verið settur á notkun eða notkunaleysi geðlyfja og á hinn bóginn hvort þáttastjórnendur eigi að fara í augnaðgerðir í þáttum sínum. Þetta eru auðvitað viðkæmar leiðir til að koma skilaboðunum sem maður vill til skila, og að mati hjúkkunnar er þetta ekki rétt leið að málunum. Hver og einn er velkominn að hafa eigin skoðun á málinu en þetta er alla vega skoðun hjúkkunnar.
04/10/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli