Mispirrandi auglýsingar!
Þar sem hjúkkan er nú komin í bissness pakkann hefur hún allt í einu farið að velta auglýsingum meira fyrir sér en hún gerði áður. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrar auglýsingar sem í gegnum tíðina hafa farið ótrúlega í taugarnar á henni sbr. óþolandi syngjandi barnið sem birtist fyrir allar hátíðir!!! Í hóp þeirra auglýsinga sem falla undir flokkinn "óþolandi" eru auk syngjandi krakkans, nýju Hive auglýsingarnar þar sem talaði er til neytandans eins og hann sé hálviti. Sú auglýsing gerir það að völdum að hjúkkan hefur einmitt engan áhuga á því að skipta við þetta fyrirtæki.
En svo eru það auglýsingar sem hjúkkan samsvarar sig við og þar á meðal er VW auglýsingin þar sem gjörsamlega klúless maðurinn er að keyra og syngja með kántrýlaginu algjörlega hamingjusamur og öruggur í bílnum sínum. Það er eitthvað við þá auglýsingu sem kætir alltaf litla hjúkku hjartað og hún samsvarar sér gjörsamlega með þessum manni. Þetta er svona nettur "nei, kafari ??!!" sem kemur í huga hjúkkunnar og kætir hana óskaplega. Kannski maður bara skelli sér út í klúless bíltúr??
17/10/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli