Fjallageitin Fríða komin til byggða!
Hjúkkan hefur skilað sér til byggða eftir frábæra 5 daga í Kerlingafjöllum. Á föstudaginn var nú bara skutlast upp eftir og skálinn mátaður.
Á laugardaginn var Blágnípa (1076m) sigruð ásamt eiini jökulá sem var vaðin og melar dauðans sem voru arkaðir. Hjúkkan tapaði gleðinni á leiðinni tilbaka og voru síðustu 3 km af 24 sem farnir voru þanna daginn bara farnir á hnefanum og tuði við sjálfa sig. Hjúkkan bauð ekki öðrum uppá að þurfa að hlusta á sig á þessum hluta leiðarinnar. Gleði fannst að nýju þegar bjórinn var opnaður eftir gönguna :) Það snjóaði á laugardagskvöldinu!!!
Sunnudagurinn var rólegur, bara 3 klst ganga um hverasvæðið enda skyggni slæmt, rok og rigning og frekar fúlt að hanga utan á fjalli. Aftur tekinn bjór um kvöldið...
Mánudagurinn var dagur sigurvegaranna!!! Þessi dagur byrjaði með sólskini og rjómablíðu, því var ákveðið að fara fjallahringinn góða sem átti að vera á dagskrá deginum áður. Dagurinn byrjaði á Fannborg (1448m) sem var yndislegt. Útsýnið fallegt og stemningin góð. Baráttan hélt áfram og næsti toppur var Snækollur (1503m skv gps tæki á staðnum) og þar var logn og brilljant útsýni yfir allt landið. Þvílíkt fallegt að horfa yfir svæðið og horfa á næsta tind sem átti að sigra, sjálfur Loðmundur (1426m). Loðmundur reyndist persónulegt markmið og var þetta ekki fyrir alla. Þrehnípt klifur efst í fjallinu og fjallið hulið lausu og oddhvössu grjóti. Á þessu fjalli sigraðist hjúkkan á sjálfri sér og komst að því að hún er í fanta formi og kallar ekki allt ömmu sína. Hjúkkan kom ekki bara sjálfri sér á óvart heldur einnig Fribbanum sem hafði greinilega ekki átt von á þessari massívu frammistöðu hjá stelpunni - bara gaman! Það er ekki spurning um hvort heldur hversu margar freknur bættust við í andlit stelpunnar. Ef það er einhvern sem finnur hjá sér þörf til þess að koma og telja þær þá er það þess vandamál :)
Nú er heim komið og hjúkkan finnur enga sérstaka þörf hjá sér til þess að fá sér flatkökur með hangikjöti eða smurkæfu og hvað þá heldur að renna niður einni Kókómjólk!
Nú er málið að massa sumarfríið - nú á golfið næstu daga og svo er það auðvitað Vesturgatan sem þarf að hlaupast í gang. Góðar stundir :)
01/07/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli