26/06/2008

Sumarfrí!!!!
Í dag kvaddi hjúkkan móttökudömuna með þessum orðum " ég er farin, sjáumst eftir Verslunarmannahelgina" og svo brosti hún út að eyrum, skottaðist brosandi út í bílinn sinn og brosti með öllum líkamanum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu hjúkkunnar sem hún tekur sér svona langt frí í einum rikk. Í fyrra átti hún bara hálft frí þar sem hún var frekar nýbyrjuð í vinnunni og þar áður hætti hún á slysó og byrjaði í næstu vinnu 2 dögum síðar.
Nú er sem sagt ekkert nema hamingjan í gangi yfir fríinu og frjálst að gera það sem hún vill. Fyrstu dagarnir fara í gönguferð í Kerlingafjöll og svo er það bara það sem hugann girnist að gera :) Alveg yndislegt!!! Þórsmörk og off road hlaup á Vestfjörðum eru meðal þess sem eru á dagskrá og svo auðvitað að massa golfið!
Hjúkkan er búin að secreta sólina og panta hana út júlí þannig að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því að veðrið fari að versna. Njótið sumarsins og sólarinnar... og svo má alls ekki gleyma "stelpunum okkar". Þvílíkt flott landslið sem við eigum þar á bæ. Þessar stelpur eru gjörsamlega búnar að taka karlalandsliðið og sturta því niður klósettið! Go Girls!!

Engin ummæli: