13/06/2008

Retail therapy!
Já retail therapian hefur aldrei brugðist stelpunni þegar á móti blæs og það er að sannast enn eina ferðina þessa dagana. Þar sem hjúkkan hyggur á miklar gönguferðir í sumar var mikil þörf á að koma sér upp réttum búnaði og auðvitað rétta lúkkinu (sögur herma að lúkkið sé mjög mikilvægt). Því hefur stúlkan krúsað um helstu útivistarvöruverslanir höfuðborgarsvæðisins þessa dagana og yfirleitt náð að finna sér eitthvað ómissandi. Það er nú samt ekki eins og hjúkkan sé búin að eyða öllu sínu sparifé í retail therapiuna, þar sem hjúkkan lítur meira á þetta sem fjárfestingar. Það kostar nýra að fá sér til dæmis góðar göngubuxur og jakka, svo kostar það hitt nýrað að fá sér stafi og minni hluti sem virkilega safnast þegar saman kemur. Það er nú aldeilis gott að krútttjaldið var keypt í fyrra annars þyrfti örugglega að selja lifrina líka!!!
Nú er bara að klára næstu vinnuviku og krúsa svo í fjöllin og njóta lífsins með nokkrum rugludöllum úr vinnunni.

Engin ummæli: