08/09/2008

Hjúkka á hlaupum, göngu og tjútti!
Það er lítið af daufum mómentum í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir góða en strembna viku í Munchen lá leiðin í ofvirkni dag með FNYKs hópnum. Þessi ótrúlegi hópur, sem er saman settur af fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að finnast við flottari en almennt gengur og gerist, dreif sig í þríþraut s.l laugardag. Dagurinn hófst með 10km hlaupi á Selfossi, næst lá leiðin á Litlu Kaffistofuna þar sem þeir sem sáum um matarinnkaupin mættu á svæðið, Vífilsfell var gengið upp og niður og svo var farið í dinner & drinks.
Nú fer sennilega að róast lífið í kringum hjúkkuna enda farið að hausta og minni tækifæri til ofvirkni á fjöllum og hlaupum. Engar utanlandsferðir eru fyrirsjáanlegar fyrr en í desember þegar New York verður mössuð...
Haustið er uppáhalds tími hjúkkunnar með sínum fallegu litum og haust lyktinni. Ekki má samt skilja þessa yfirlýsingu sem svo að hjúkkan sé að missa sig úr hamingju yfir roki og rigningu, en inn á milli koma fallegu dagarnir. Það er bara að hafa mottó hjúkkunar ofarlega... alltaf með sól í hjarta..

Engin ummæli: