12/09/2008

Tónlistarlega skemmd vegna Icelandair!
Hjúkkan lá í makindum sínum og horfði á Kastljósið rétt í þessu og var þar verið að ræða um myndlistasýningu á Listasafni Íslands. Það var nú svo sem ekki það sem olli hugarangri hjá hjúkkunni heldur tónlistin sem spiluð var undir kynningunni. Angurvær stef úr Vísum Vatnsenda Rósu voru meðal annars spiluð á píanó og hjúkkan fór að hugsa af hverju þetta væri svona kunnuleg útsending og flutningur. Jú viti menn - þegar maður sest inn í vél hjá Icelandair annað hvort á útleið eða heimleið ómar þetta lag og fleiri í svona útsetningu. Það er orðið sama sem merki hjá hjúkkunni við nokkur falleg íslensk lög og flugvélar Icelandair. Hjúkkan hafði meira að segja eldað sér Gordon Blue í kvöldmat þannig að stemmarinn var alveg eins og í gamla daga á leið heim frá Evrópu!!!!!

Engin ummæli: