30/09/2008

Hjúkkan orðin iðnaðarmaður á nýjan leik!
Hjúkkan hefur undanfarin 2 ár verið í nokkurs konar baráttusambandi við svalarhurðina sína, eða öllu heldur hurðahúninn og lokunardæmið á henni. Á sumrin hefur þetta verið til friðs en um leið og kólnar fór þetta alltaf í rugl og hefur kostað nokkur slagsmál við hurðina. Á einum tímapunkti varð þetta til þess að hurðahúnninn var rifinn af og í næstu lotu brotnaði draslið!! Jú hjúkkan keypti nýjan hurðahún og hélt að málið væri leyst. Nema hvað um leið og kólnaði fyrir nokkrum dögum fór allt til fjandans á nýjan leik. Hjúkkan reyndi að tala læsinguna til og var búin að skilgreina þetta sem skammdegisþunglyndi í læsingunni. Viti menn - í gær átti hjúkkan leið um bensínstöð og ákvað að splæsa í lítinn brúsa af WD40. Þegar heim var komið var Sex and the City myndinni hent í DVD spilarann, pepsí max skutlað í glasið fullt af nammi étið. Eftir þessi kósílegheit dró stúlkan upp WD40 brúsann og spreyaði á læsingarnar á hurðinni. Viti menn - læsingin eins og ný og hjúkkan sér ekki fram á slagsmál í vetur :) Kannski maður finni eitthvað annað til að sprauta þessu ótrúlega efni á??

Engin ummæli: