02/10/2008

Fullorðins?
Hjúkkan liggur heima í flensu og sér til lítillar hamingju sá hún að stefnuræða forsætisráðherra væri á dagskrá RÚV í kvöld. Fram að þessu hefur þetta verið dagskrárliður sem hjúkkan hefur forðast af öllum mætti að horfa á en í kvöld ákvað hún að sjá hvað þessir blessuðu stjórnarstrumpar hafa að segja um ástandið og framhaldið. Viti menn þetta er mögnuð upplifun og barasta ágætis skemmtun. Á sama tíma er hjúkkan búin að ræða innihald stefnuræðunnar við tvo félaga sína og að því loknu uppgötvaði hún hversu fullorðins þetta sé. Maður er greinilega ekki lengur kærulaus unglingur sem hefur engan áhuga á stjórnmálum. Já það fullorðnast flestir einhvern tímann.

Engin ummæli: