Áfram stelpur!!!
Hjúkkan er himinlifandi yfir árangri kvennalandsliðsins í knattspyrnu í dag. Þvílíkt flottar stelpur sem eru sannarlega búnar að pakka karlalandsliðinu í rassvasann með sínum árangri. Hugsa sér að Ísland sé á leiðinni á EM í knattspyrnu - þvílíkur árangur hjá þeim. Að mati hjúkkunnar væri ekkert eðlilegra að hennar mati en að það fjármagn sem átti að skipta milli landsliðanna í knattspyrnu á næsta ári renni nær eingöngu til kvenna liðsins. Strákarnir verða bara að sýna að þeir séu einhvers virði!
Nú er bara að byrja að telja niður á EM og koma sér í réttu stemninguna :)
30/10/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli