Hvar byrjar maður??
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.
06/02/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli