26/02/2008

Hamingjusöm á nýju skíðaskónum!
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)

Engin ummæli: