26/02/2008

Botninn á sjónvarpsmenningunni!
Hjúkkan er nú alveg á því að botninum hafi verið náð í lélegu sjónvarpsefni. Jább "raunveruleikaþátturinn" High School Reunion fær verðlaunin sem versta hugmynd sögunnar! Manni verður eiginlega illt við það að horfa á alla þessa einstaklinga slefandi upp í og utan í hvert annað og svo tengjast allir aftur æskuástinni sinni - já ég væri til í að gubba ef ég kæmist hratt á salernið ( er að máta nýju skíðaskónna og fer ekki hratt yfir á parketinu). Má ég þá frekar biðja um góða dramatík í Americas Next top Model eða Canadas next serial killer...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er búin að skemmta mér svo konunglega yfir þessu skelfilega vonda sjónvarpsefni...einkum prom þættinum í gær hehe (það gæti þó útskýrst af því að afruglarinn var bilaður og því ekki um annað sjónvarpsefni að ræða en reunion eða kjólar svíadrottningar).
kv. Inga

Nafnlaus sagði...

Hehe já blessaði prom þátturinn sló allt út :) Það er líka svo gaman að engjast um að verkjum vegna sjálfsálits sumra í svona þáttum. Sama hvað á gengur þá er alltaf einhver að misskilja eitthvað :)

Ólafur G.S. sagði...

sorglegt.is.....

Nafnlaus sagði...

Hugsaðu þér samt hvað það væri gaman ef við héldum svona "Sómalíuborðsríjúníon"... ég er nánast alveg handviss um að það væri góður sjónvarpsþáttur með mikklu drama. Ég get hugsað upp fjöldan allan af leynigestum...

Hös

Nafnlaus sagði...

Oh my god hvað "Sómalíuborðs rejúníon" yrði svakalegur þáttur. Gleymið því ekki að hjúkkan á mikið af skriflegum heimildum frá þessum annars áhugaverða tíma :)