02/03/2008

Bíldruslan!!!
Hjúkkan fer nú alveg að tapa gleðinni gagnvart Ford krúttinu sem er greinilega farið að eiga í eldheitu sambandi við einhvern á verkstæði Brimborgar. Eftir tvær ferð á tveimur vikum þar sem annars vegar sjálfvirka skottopnunin var lagfærð og hins vegar hurðarstemningin er bíllinn sem sagt eina ferðina enn ekki alveg að meika það. Núna neitar hann að læsa hurðinni á bílnum, hú einmitt sömu hurð og var í "viðgerð" alla síðustu viku. Það gæti verið að hjúkkan hafi sjarmerað gaurana á verkstæðinu svona rosalega að þeir "gera við bílinn" svo hún þurfi að koma aftur en væri þá ekki bara auðveldara að senda manni sms eða bara bjóða í kaffi.....
Sem sagt er bíllinn á leið eina ferðina enn til Brimborgar og hjúkkan er ekki kát!

Engin ummæli: