30/03/2008

Stórt og smátt á sunnudegi!
Hjúkkan er nú búin að vera á hlaupum og í hlaupum undanfarið og kominn tími til þess að henda niður nokkrum línum. Þar sem heilsuátaki vinnunnar líkur á mánudag ákvað stúlkan á miðvikudag að taka nú síðustu dagana með trompi. Jú það var tekið hraustlega á því nokkra daga í röð og uppskar hjúkkan harðsperrur á nýjum stað. Jú undir iljunum!!!! Hver fær harðsperrur í iljarnar?? En það bjargaðist nú með enn einum góðum salsa tíma þar sem dans hæfileikar hjúkkunnar komu berlega í ljós.....
Í dag var sprottið á fætur fyrir allar aldir miðað við sunnudag og leiðin lá í Bláfjöll. Á símsvaranum var tekið fram að þar væri 8 stiga frost og nánast logn. Það er greinilega mismunandi hvernig fólk skilgreinir "logn" en á vissum stöðum í brekkunum þurfti maður að hafa sig allan við til þess að komast áfram niður brekkuna en fjúka ekki aftur upp á topp. Maður hefur kannski tekið of vel á því í gymminu og orðin léttur sem fiður, eða ekki - erfitt að segja.
Vikan framundan verður ansi þétt og því spurning um að leyfa sér smá leti í kvöld, en nennan fyrir því er eitthvað lítil. Þetta er svona dæmigert sunnudagskvöld þar sem við einhleypu og barnlausu höfum stundum eiginlega ekkert að gera. Margir að massa fjölskyldustemninguna eða á stefnúmóti með nýjasta hösslinu. Þetta hljómar voðalega aumkunarvert en stundum bara leiðist manni sunnudagskvöldin. Nú er mál að druslast af sófanum og finna sér eitthvað að gera - Góðar stundir :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já man alveg eftir sunnudögunum... reyndar er maður svo sem ekkert að massast í family stemningu - aðalega að undirbúa sig andlega fyrir vinnuviku framundan hehe
inga pinga