Dagur aflýstu fundanna!
Dagurinn í dag hefur aldeilis tekið breytingum frá því sem skipurlagt var. Hjúkkan fór í sitt fínasta vinnupúss í dag enda átti hún von á að funda með nokkrum læknum og einnig ráðherra. Nema hvað að fljótlega eftir komu á skrifstofuna fóru að berast tilkynningar um frestanir á fundum. Til að byrja með var þetta í lagi, meiri tími milli funda og hjúkkan bara nokkuð sátt. Svo hélt dæmið áfram og eins og staðan er núna hefur öllum fundum dagsins verðir aflýst og nýr fundartími settur. Í ofanálag er komið gat á nælonsokkinn hjá stelpunni!!! Já þetta hefur kannski verið yfirvofandi, þ.e. gatið og þess vegna hafa örlögin gripið inn í og frestað fundunum.
Ætli maður geti ekki bara frestað deginum? Nú er sem sagt tími til að fara í önnur verkefni og ekkert meira um það að segja í bili.
13/03/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli