04/03/2008

Rigningin og rokið!
Hjúkkan er alveg í takt við þetta veður í dag, rignd og rokin... Nei ekki svo slæmt en einhvern veginn nennir maður engu í svona veðri. Nýji bílaleigubíllinn er nú samt alveg að meika það og gerir stelpuna ótrúlega gellulega. Svartur og smúð Volvo V50 - reyndar station en bara svalur. Nú fer að fara í gang undirbúningur fyrir keilukeppni samstæðunnar og lét hjúkkan bjóða í sig í dag. Reyndar fylgdu tilboðinu ekki alveg nákvæmar upplýsingar um raungetu hjúkkunnar í keilu en hún bauð fram aðstoð sína í skyndihjálp verði einhver meiðsl í liðinu og því er málið bara að vera sætur og hafa bjórinn tilbúinn.
Hjúkkuna langar til útlanda í frí - ekki á þing eða í vinnuferð þar sem hún nær íslandsmeti í hraðverslun á flugvellinum. Bara hafa það huggulegt í fallegu umhverfi og njótandi tímans. En það er nú ekki á leiðinni á næstunni. Hjúkkan gerði tilraun til þess að fá pláss fyrir 1 í skíðaferð en það eru alltaf sömu fordómarnir gagnvart fólki sem hefur engan til þess að fara með í svona ferðir - þú verður að borga nær tvöfalt verð. Ætli það hafi aldrei starfað einhleypur starfsmaður á ferðaskrifstofu?? Mér finnst að neytendasamtökin ættu að fara í þetta mál!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe... Annars man ég ekki eftir að hafa fengið tilboð um að koma með hjúkkunni... en ég mæli þó með þessum pistli um óréttlæti sem ríkir í garð einhleypra:

http://johannasveins.net/2008/02/29/eg-er-alveg-folk-%c3%beo-eg-se-ekki-par/

Gó ManUnited

Höski

Nafnlaus sagði...

�g gleymdi ��r elsku H�ski minn - sorr�.... Las f�rsluna hj� J�u Sveins og �etta var eins og skrifa� �r m�num hjarta.
Eigum vi� a� fara � s�larlanda fj�lskyldufer� � sumar??