Söngvarar ársins!
Ofurgellurnar í Novartis unnu til verðlauna á vetrarhátið samstæðunnar í gær - jú hin eftirsóttu verðlaun "Framúrskarandi söngvarar". Það var mikil gleði og ótrúlega gaman á skemmtuninni og húsbandið fræga hélt uppi fjörinu á ballinu um kvöldið. Eftir ballið lá leiðin heim enda hjúkkan gjörsamlega úrvinda af þreytu. Það virðist sem eitthvað óstabílt fylgi þessari vetrarhátið samstæðunnar þar sem síðustu tvö ár hefur eitthvað svakalegt verið í gangi á sama tíma. Í fyrra brann í miðbænum og í ár voru óeirðir í Norðingaholti. Hjúkkan hefur nú sínar skoðanir á þessu öllu og ætlar ekki að láta þær frekar uppi hér. Það verður spennandi á næsta ári að sjá hvað gerist....
Í dag hefur hjúkkan verið mest megnis í leti enda þannig veður úti. En nú er sumarið komið, tími sem verður bara skemmtilegur með fullt af ferðalögum og útivist. Hjúkkan ætlar að massa golfið í sumar og hafa það voðalega huggulegt. Eftir viku er fyrsta ferðin, þá liggur leiðin til Danmerkur og Sviss með lokakvöldi hjá Kjánanum elskulega í Kaupmannahöfn.
24/04/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hlakka til ad fá Ofurhjúkkuna í sólina og sumarid í Køben. Hvenær kemurdu og hvad er stoppid langt?
Skrifa ummæli