15/04/2008

Tæp á því þessa dagana!
Hjúkkan dansar aldeilis á línu lukkunar þessa dagana. Það er eiginlega eins og eitthvað óhapp hangi í loftinu og fer eiginlega að verða spurning um að halda sér í rúminu! Vikan byrjaði nokkuð vel, stelpan afslöppuð og fín enda búin að vera voðalega framkvæmda dugleg í kotinu um helgina. Jú ótrúlegt en satt þá hefur síðasti glugginn verið málaður!!!! Það tók ekki nema tæp 2 og hálft ár að klára málningavinnuna eftir innflutning en það er sem sagt í góðum farvegi. Gardínustöng og þar af leiðandi gardínur voru hengdar upp innan rimlanna í svefnherberginu og því getur hjúkkan sofið á sínu sæta eyra fram eftir morgni, án þess að fá sólina beint í andlitið.
Eftir vinnu á mánudag fannst hjúkkunni þó eins og hún ætti að muna eitthvað. Var við það að skella sér í Bláfjöll þegar hún mundi eftir fræðslufundinum sem hún átti að halda í hádeginu í dag - og ekki var hjúkkan búin að undirbúa neitt. Gærkvöldið fór sem sagt að hluta til í það. Nú hélt hjúkkan að hún væri komin aftur á rétta braut nema hvað að í vinnunni í dag lokaðist á hana rennihurð!!!! Já hjúkkan var að rembast við að koma trillu hlaðna kössum út en festist í mottunni og svo lokaðist bara rennihurðin á stelpuna, sem slapp með minniháttar meiðsli. Og þetta hélt áfram, þegar hjúkkan kom á æfingu hjá sinfóníu hljómsveit áhugamanna í kvöld og opnaði fiðlukassann hafði einn strengurinn slitnað!!!
Nú er sem sagt ráð að gera sem minnst og fara bara beint í háttinn, þar eru litlar líkur á meiðslum.... Farið varlega elskurnar :)

Engin ummæli: