20/01/2008

Endalaust svekkelsi!
Enn einn daginn æsir maður sig yfir sjónvarpinu, hrópar hvatningarorð og fúkyrði á víxl yfir handboltaleik. Þetta er samt alltaf jafn gaman en það vantar samt smá spennu í dæmið. Ekki að hafa leikina algjörlega lost eða á hinn bóginn. Það er alltaf svolítið gaman af því hversu svekktur maður getur orðið á því að Logi skaut "bara" á 100 km hraða í gær þegar gaurinn í franska liðinu í dag náði 106 km hraða í einu skoti. Þetta hefur valdið ýmsum vangaveltum í EM hóp hjúkunnar og meðal annars af hverju menn velja að standa í marki í handbolta. Af hverju gera menn sér þetta - þeir vita að tilgangurinn með markmanninum er að fá boltann í sig og ef hann er heppinn fær hann einhvern leikmannanna líka í fangið! Já er þá ekki bara betra að komast á stórmót sem vatnsberi landsliðsins eða umsjónarmaður handklæða? Þar gæti maður meira að segja unnið sig upp og orðið framkvæmdarstjóri útbúnaðarsviðs landsliðsins!!! Ekki slæmur titill þar á ferð :)
Já en helgin var að öðru leyti hin besta með góðu tjútti í innflutningspartýi á föstudag, gráti yfir lélegri bíómynd og svekkelsi yfir nokkrum handboltaleikjum. Vikan framundan verður ansi þétt vegna Læknadaga og meira að segja spurning hvort maður komist í gymmið!! En fyrirséð er að hjúkkan missir af leikjunum við Ungverja og Spánverja.. nema maður komi upp EM horni á sýningarsvæðinu á Læknadögum??

Engin ummæli: