New York baby!
Hjúkkan þurfti að skella sér í vinnuferð til New York núna um miðjan desember og í einu orði var ferðin snilld. Ráðstefnan var góð eins og vanalega og allt í kringum hana gekk upp enda hjúkkan orðin ansi sjóuð í þessari ráðstefnu. Auðvitað var borðað á góðum veitingastöðum og stendur Buddha Bar algjörlega upp úr. Þvílíkur matur - þvílík þjónusta að meira að segja hjúkkan varð næstum því orðlaus. Eftir að fundunum lauk á hádegi á sunnudag lá leið hjúkkunnar á rómantískt stefnumót við sjálfa sig í Central Park. Stelpan var í sjöunda himni er hún rölti um í blíðunni, tók sjálfmyndir við ótrúlegustu tækifæri og brosti sínu blíðasta. Reyndar voru aðrir gestir garðsins eitthvað farnir að vorkenna stelpunni og voru þó nokkrir sem buðust til þess að taka myndir af henni en það var einhvern veginn ekki stemningin. Arms-lenght myndirnar geta verið svo skemmtilegar :) Ef fólki finnst margir verða á vegi sínum í Kringlunni eða Smáralindinni ættu viðkomandi að prófa Manhattan 10 dögum fyrir jól. Sæll - fjöldinn af fólki sem var alls staðar...
Nú er farið að styttast í jólin með tilheyrandi gjafakaupum, glöggum og huggulegheitum. Það tók nokkur ár fyrir hjúkkuna að finna jólaandann sinn sem hún hafði týnt en nú blómastrar stelpan, bakar smákökur eins og vindurinn og á bara eftir að skrifa jólakort. Lykilatriðið er að gera eingöngu það sem manni langar til að gera en ekki af því maður á að gera það :)
16/12/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli