Hátíðarvika!
Hjúkkan tók sannarlega þjóðhátíðar rennsli í vikunni sem er að líða. Jú hvert tækifæri rak annað og lítið annað að gera en að gera sér glaðan dag. Eins og allir vita byrjuðu lætin með 1. í júró á þriðjudaginn. Sú keppni var svo arfaslök að enginn hefur komist óskaddaður frá þeim hrillingi. Á miðvikudaginn var einn stærsti dagur árins þegar okkar menn komu, sáu og sigruðu í vítaspyrnukeppninni :) Dofrinn var fullur af mis hugrökkum einstaklingum sem lágu yfir leiknum. Einhverjum leið svo illa að þeir þurftu að fara yfir í önnur herbergi á meðan vítaspyrnukeppnin stóð yfir en allt tók það að lokum enda með mikilli gleði. Við United menn erum auðvitað ofboðslega fyrirferðamikil þessa dagana - en við höfum nú alveg efni á því!!!
Fimmtudagurinn fór svo í maraþon aðalfund Fíh og 2. í júró sem var nú mun betri en fyrra kvöldið. Loks kom að föstudeginum sem fór að hluta til í hópeflisferð starfsmannafélagsins með tilheyrandi tjútti. Eftir að hafa hjólað upp í vinnu í dag til að sækja bílinn komu fullorðinsstigin. Þegar maður er á bíl sem tekur reiðhjól, golfsett og golfkerru án nokkurra vandræða (jú verandi station hjálpar) þá fær maður fullorðinsstig. Það er voðalega fullorðið að vera station keyrandi einstaklingur sérstaklega þegar maður á hvorki börn né gæludýr!!!
24/05/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli