11/05/2008

Meistarar á mörgum sviðum!
Hjúkkan er einstaklega kát eftir daginn í dag þar sem hennar menn í Man Utd kláruðu ensku deildina með meistaratitli. Auðvitað var það verðandi eiginmaður hjúkkunnar Ryan Giggs sem sett inn síðasta markið og hjúkkan brosti sínu blíðasta. Þarna þekkjum við sykurpúðann, pollrólegur og öruggur í teignum. Dofrinn var þétt setinn af fólki sem átti ýmis erindi til hjúkkunnar þ.m.t að mæla hallann á gardínustönginni, ræða komandi gönguferðir í sumar og svo auðvitað besta afsökunin var að langa svo mikið í kaffið í Dofranum og lofa að koma með croissant... Eitthvað fór nú lítið fyrir mælingum, umræðum og croissant en leikurinn var góður, treyjurnar litu vel út og teppið sómaði sér vel á sófanum. Þessi hópur verður að öllum líkindum kallaður aftur saman 21. maí n.k. ef hjúkkunni tekst að breyta smá fælles sem hafði verið planað í deildinni.
Hjúkkan sem sagt snéri aftur á laugardag úr brakandi blíðu og glimrandi sól, í rokið og rigninguna. Það er nú alltaf svolítið sjarmerandi þegar það rignir hvoru tveggja uppá við og einnig lárétt. Svolítið svona one country only stemmari í því. Annars var nú greinilegur stemmari hjá nágrönnum hjúkkunnar í morgun milli 7 og 10.30 þar sem greinilega vel heppnað eftirpartý var á ferð. Hjúkkan hefur nú alveg getað misst sig í fíling yfir "Þó líði ár og öld" með BÓ en eftir að hafa heyrt það sungið um 20 sinnum á þessum tíma þá er BÓ bara gó. Nágranninn kom þó með skottið á milli lappanna um eftirmiðdaginn og baðst afsökunar á látunum. Greyið fær nú stig fyrir það. En svona til að gera nágrannanum lífið leitt tilbaka tók hjúkkan góða æfingu á fiðluna rétt fyrir hádegi enda tónleikar hjá stelpunni um næstu helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alltaf jafn yndislegt að lesa þvæluna frá þér. vildi að ég gæti sagt að þín væri saknað á slysó BUT NO.

ertu væntanleg í einhver hlaup í sumar?

þig vantaði í flugfreyjumaraþonið....

Nafnlaus sagði...

Flugfreyjumaraþonið er líka bara fyrir lúkkið :)
Ég verð á hlaupaferðinni í sumar og skal gæta þess að koma ekki við á slysó ;)

Nafnlaus sagði...

Sæl ástin
kíkti við hérna til að sjá hvað væri nú að frétta... alltaf í Köben, was ist dass...
En Sverige? Er það ekkert á stefnuskránni...
Sakna þín sætust

þín Jóa