Akureyri calling!
Hjúkkan lagði land undir fót og skellti sér norður í land. Reyndar um vinnuferð að ræða en samt sem áður alltaf gott að komast aðeins í burtu frá slúðrinu og streitunni á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Hér er blíða (mér skilst reyndar að það sé ekkert verra veður fyrir sunnan) og stelpan búin að spóka sig um bæinn milli funda og keyrslu. Hjúkkan hefur einstakan hæfileika til verslunar sama í hvaða bæjarfélag hún stígur fæti í. Auðvitað var þessi hæfileiki nýttur á mjög hagstæðan hátt í dag í ofurkúl versluninni Perfect. Hey maður verður nú að versla í búð með svona nafni ekki satt - en andið rólega hjúkkan keypti ekki skó!
Hjúkkan rak nefið inn í bókabúð hér á horninu og varð vitni að ótrúlega fyndni bókabúðarhegðun. Jú þarna var einstaklingur sem leit voðalega einbeittur út (var geðveikt mikið að rembast við að lesa aftan á einhverja kiljuna). Hjúkkan átti leið framhjá þessum einstaklingi og komst að því hvað var bakvið einbeitinguna. Jú félaginn var greinilega að rembast við að losa sig við óþarfa gasmyndun í þörmum án þess að nokkuð hljóð myndi heyrast. Eftir drjúga stund gaus upp þessi líka dauða fnykur og viti menn einstaklingurinn varð allt í einu ekkert nema afslöppunin í framan, lagði niður kiljuna og gekk ákveðnum skrefum að blaðarekkanum. Hjúkkan vissi ekki hvort hún myndi fyrr deyja úr fnyki eða innan hlátri en náði þó að halda andliti, finna sér bók, borga og koma sér frá þessari efnamengun.
Já það er greinilega ýmsilegt sem gerist í bókabúðum!
28/05/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli