29/04/2007

Sunnudagur til sælu!
Sunnudagurinn í dag hefur aldeilis verið til sælu hjá hjúkkunni. Ráðstefnunni lauk í gær og var slúttið í Perlunni þar sem hjúkkan varð nú vör við smá sjóriðu yfir matnum. Þannig er mál með vexti að gólfið snýst (reyndar löturhægt) en nógu mikið til þess að maður finnur yfir smávægilegri ólgu innra.
Planið fyrir daginn í dag hafði verið að sofa og slaka á - og það var nákvæmlega það sem hjúkkan gerði. Hún skreið seint á fætur eftir góðan svefn og dundaði sér frameftir degi við að horfa t.d. á snilldarmyndina Cats and Dogs á RUV. Það sannaðist fyrir hjúkkunni eina ferðina enn að myndir með talandi dýrum eru bara snilld!! Svo ekki sé talað um þar sem kettir og hundar berjast um heimsyfirráð :)
Kveðju var kastað á nokkra ættingja í afmæli um seinni partinn og að því loknu tók þéttur sófi við hjá hjúkkunni. Hún er reyndar pínu hölt í dag þar sem hún varð fyrir naglaklippu - slysi í gær þegar hjúkkan framkvæmdi fótsnyrtingu á sjálfri sér. Eitthvað var smá hluti af nöglinni á litlu tánni að stríða stelpunni þannig að hún kippti nokkuð hressilega í hlutann og má þakka fyrir að einhver hluti sé eftir af litlu tánni. Til að stöðva blæðinguna skellti hjúkkan bara smá naglalakki á dæmið og það virkaði takmarkað - en ef þið viljið upplifa sviða, þá er þetta örugg leið.
Vikan framundan verður nokkuð rólegri en sú síðasta og auðvitað hápunkturinn er á miðvikudaginn þegar seinni leikurinn hjá hetjunum í Utd er. Auðvitað er það bara prinsipp mál að klára leikinn enda verðum við þrefaldir meistarar í ár :)

Engin ummæli: