Sól og blíða í Köben!
Það vantar ekki sumarveðrið hjá hjúkkunni í Köben, þar sem hún er stödd á námskeiði þessa dagana. Hótelherbergið er nægilega stórt til að halda í því góða fermingaveislu og fær hjúkkan valkvíða á kvöldin yfir því hvoru rúminu hún eigi að sofa í :) Mesta snilldin væri auðvitað að sofa í hvoru rúmi til skiptis og þá fá herbergisþernurnar alveg taugaáfall en má maður vera svona kvikindislegur??
Með nýja mojoinu er hjúkkan að reyna að byggja upp ég-er-svo-mikið-krútt dæmið sem gengur pínu brösulega. Það sama á við um ég-er-svo-mikil-dama en með nýju skónum sem voru keyptir í dag þá komu nú nokkur dömustig á töfluna. Nú er málið að skella sér í bublubað og horfa svo á eitthvað af þessum mjög svo spennandi hótel sjónvarpsrásum.
16/04/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli