08/04/2007

Gleðilega páska!
Hjúkkan er þeirrar ánægju aðnjótandi að vera heima um páskana og hefur notað tímann vel til þess að detta algjörlega í Grey´s anatomy. Fyrir þá sem ekki vinna á sjúkrahúsum er bara eitt að segja - jú auðvitað er þetta alltaf svona þar!!! Alveg merkilegt hvað þessi þættir hafa bjargað hjúkkunni undanfarna daga frá alls konar vitleysu og bulli. Stundum getur verið gott að detta inn í sjónvarpið og missa þrívíddar sjónina sína :)
Annars er þetta líka nett mikið að gera þessa dagana í vinnunni og sér ekki fram úr því fyrr en undir lok apríl. En tíminn líður bara hraðar fyrir vikið og minni tími til að velta sér upp úr hlutum sem skipta minna máli. Þar sem lífið í dag gengur út á það að fá málshátt í páskaegginu sínu verður hjúkkan að segja frá litla leyndarmálinu sínu um páskaeggið í ár. Það var sem sagt ekki keypt og þar af leiðandi fékk hjúkkan engan málshátt. Ef það er einhver þarna úti sem vill gefa hjúkkunni sinn málshátt þá er bara að hafa samband :)

Engin ummæli: