28/03/2007

Flugdagurinn ógurlegi!
Í morgun fór hjúkkan á fætur kl. 04:30 að staðartíma. Fyrir ykkur sem þekkið geðprýði hjúkkunnar í morgunsárið þá getið þið rétt ýmindað ykkur hamingjuna á staðnum. Jæja eftir góðan kaffibolla kom leigubílstjórinn og skutlaði gellunni út á flugvöll í eitthvað sem átti að vera mjög einfalt og þæginlegt. Ne-hei sú var nú aldeilis ekki reyndin!! Fyrir utan að margir flugvallastarfmenn í Bandaríkjunum virðast halda að farþegar séu að fara í gegn til að þjónusta þá en ekki öfugt, þá tók veðrið til sinna ráða og rústaði dagsplaninu. Hjúkkan var komin út í vél og vélin farin frá flugstöðvarbyggingunni á réttum tíma, og loks rétt fyrir flugtak var bara drepið á vélinni og farþegum tjáð að Chicago flugvelli hefði verið lokað vegna veðurs og við þyrftum að bíða í vélinni á flugbrautinni þar til frekari fréttir bærust eftir klukkutíma. Jú þá var búið að opna aftur og bara klukkutíma bið í viðbót eftir nýjum flugtakstíma!!! Frábært þar var farið að þrengja óhuggulega mikið að fluginu frá Minneapolis til Bemidji sem var eftir Chicago legginn. Til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá komst hjúkkan til Mpls 4 klst eftir áætlun, missti af fluginu sínu og fékk nýtt flug með 6 tíma bið á flugvellinum. Því er þessi færsla skrifuð úr Northwest lounge-inu á flugvellinum. Það er farið að styttast í flugið, bara 3 tímar og spurning um að koma sér bara á barinn!!!
p.s. Hvar er síminn þinn?????

Engin ummæli: