New Orleans!
Já hjúkkan lagði aldeilis land undir fót í þetta skiptið og er þessi færsla skrifuð úti á verönd á hótelinu í New Orleans.  Eitthvað er wireless netið ekki á ná tengslum inni á herberginu hjá stelpunni og því þarf hún alltaf að setjast út í sólina við tölvuvinnu sína.  Þingið er eins og þessi dæmigerðu þing, fullt af mönnum í jakkafötum (dökkbláum eða svörtum) og konum í missmekklegum átfittum.  Þar sem hjúkkan tók með sér ein 8 pör af skóm hefur hún haft í nógu að snúast að skipta um  skó svo allir fái notið sín.
Hér er sól og blíða og hitinn á þæginlegu bili um 25°C. Miðbærinn lítur ágætlega út og eiginlega eins og ekkert hafi gerst hér, en um leið og maður er kominn út fyrir túrista svæðin sést eyðileggingin berlega.  Í gær var farið í skoðunarferð um svæðið og þvílík og önnur eins eyðilegging er bara ólýsanleg.  Húsin yfirgefin og ónýt, vatnalínur enn sjáanlegar á húsarústunum og allt í ofboðslegri eymd á svæðinum utan við miðborgina.  Hjúkkan var mjög djúpt snortin yfir þessu öllu saman og eftir fyrirlesturinn í dag um þetta allt þá sá hún að við höfum ekki yfir neinu að kvarta á Íslandi.
Það er nú samt eitt og annað sem veldur kátínu hér og þar á meðal eru sjálf-niður-sturtandi klósett á ráðstefnusenterinu.  Ef maður er heppinn nær maður að standa upp áður en klósettið sturtar sjálft niður en verði einhver töf á því og klósettinu finnst maður búinn að sitja of lengi, þá bara kemur köld og blaut gusan beint á bossann.  Það er fátt meira hressandi en það ekki satt :)
26/03/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli