17/03/2007

Kelukeppni!
Ekki er öll vitleysan eins en hjúkkan átti nú varla til orð yfir því hvað er hægt að misskilja hlutina á einfaldan hátt. Hjúkkan var búin að segja ákveðnum einstakling frá keilukeppni fyrirtækisins sem fór fram í gær í keiluhöllinn í Öskjuhlíðinni. Nema hvað að þessi yndislegi einstaklingur náði einhvern veginn að misskilja út á hvað keppnin gekk og var alveg á því að hjúkkan væri á leið í kelukeepni í Öskjuhlíðinni og var þó nokkuð að velta því fyrir sér hvernig svona keppni færi fram!!!!
Þegar hjúkkan fór nú að ræða þetta við einstaklinginn kom það í ljós að þessi misskilningur var búinn að vera á borðinu í viku en allir alveg pollrólegir yfir aðstæðunum. Ég held nú að ég yrði ekkert sérstaklega ánægð með það að minn væri á leið í kelukeppni á vegum vinnu sinnar og þess þá heldur að ég væri alveg róleg yfir þessu í viku!! Þegar hjúkkan fór nú að spyrjast fyrir því hvað manninum gengi til að halda þetta - þá var svarið einfalt... maður veit aldrei hvað þessum fyrirtækjum dettur í hug að gera :)

Engin ummæli: