16/03/2007

Keilukeppni og vikuféttir!
Það rak ýmislegt á fjörur hjúkkunnar í vikunni og það sem stendur upp úr er auðvitað einstök hæfni hjúkkunnar til sjálfskaða. Hjúkkan var í ég-er-kona-og-get-allt-sjálf gírnum að setja saman bókaskáp í stofunni þegar hún þurfi eitthvað að færa dæmið til, rétt í upphafi aðgerða. Dæmið var enn í pakkningunum og ætlaði hjúkkan að vippa þeim af gólfinu og færa á annan stað í stofunni en það virkaði ekki betur en svo að skápurinn endaði ofan á öðrum fæti hjúkkunnar. Hjúkkan er nú enginn aumingi og lét sig hafa það og kom skápdruslunni saman enda stutt þar til hún átti að fara á vaktina á slysó. Heppilegt - bara láta strákana kíkja á fótinn í leiðinni. Jú á slysadeildinni var auðvitað góður maður að vinna sem finnst hjúkkan hættuleg sjálfri sér og umhverfi sínu og fannst auðvitað bara gaman að fá að skoða bágtið. Bágtið er nú að batna og hjúkkan getur gengið eðlilega en það var illmögulegt á mánudaginn. Nema hvað að þessi yndislegi læknir tekur vaktir á neyðarbílnum og þegar hann frétti af keilukeppninni sem hjúkkan er að fara að keppa í varð honum ekki um set. Nú er mikið verið að velta fyrir sér fjölda sjúkrabíla sem þörf verður á, á meðan keppninni stendur í keiluhöllinni í kvöld.
Keppnisliðin hér innanhús mega ekkert vera að því að vinna í dag, enda er verið að undirbúa búninga og keppnisáætlanir enda mikið í húfi. Hvaða einstaklingur með heilbrigðan metnað vill ekki verða Vistor-meistari í keilu 2007????
Að öðru er helst að nefna að litla prinsessan verður skírð um helgina og bíður hjúkkan auðvitað eftir nöfnu sinni, tel það samt eitthvað frekar ólíklegt :) Hafið það gott um helgina og látið ekki sjá ykkur nálægt keiluhöllinni í kvöld enda verður þar viðbúnaðarstig vegna keilukeppninnar :)

Engin ummæli: