02/03/2007

Byrjað á byrjunarreit!
Hjúkkan er í mikilli sjálfskoðun þessa dagana og þar sem hún var send heim af vaktinni á slysó í kvöld vegna flensudruslu sem virðist hafa komið sér fyrir hjá hjúkkunni er ekkert annað að gera en að velta sér rækilega upp úr lífinu! Mjög svo skynsamlegt þegar manni leiðist heima enda hetjan í ferðalagi með synina og engin til að leika við hjúkkuna.
Eitt af því sem hjúkkan veltir oft fyrir sér er þessi leyndi draumur og svo sem aðgerð sumra að fara á nýjan stað og byrja upp á nýtt. Ný borg, jafnvel nýtt land, ný vinna / skóli og nýir draumar. Hvernig væri það ef maður ætti einn sjéns á að byrja aftur á byrjunarreit - maður fengi sko bara eitt tækifæri til að gera þetta því annars væri hægt að misnota þetta. Hvað myndi maður geri öðruvísi en maður hefur gert nú þegar? Myndi maður kaupa fleiri skó eða vera duglegri að endurvinna hluti til dæmis? Já það eru aldeilis djúpar pælingar í vetrartíðinni í Dofranum.
Að öðru þá virðist engin lausn í sjónmáli á undarlega g strengs málinu og held ég að næsta skref sé að kalla inn miðil til að setja fund og komast í tengsl við týndu strengina.

Engin ummæli: