22/03/2007

Þá er hún farin!
Nú er svo komið að hjúkkan er farin af stað til New Orleans með viðkomu í Bemidji á leiðinni heim. Þið sem ekki náðuð að hitta hjúkkuna fyrir ferðina, eruð bara óheppin og verðið vonandi heppnari þegar hún snýr aftur. Samkvæmt veðurspánni er gert ráð fyrir fárviðri hér á landi en 25 stiga hita í New Orleans, þannig að hjúkkan kemur örugglega útitekin, kaffibrún og frekknótt tilbaka - gleymum ekki þykka og hrokkna hárinu :)
Hafið það gott á meðan elskurnar..

Engin ummæli: