11/03/2007

Strákakvöld!
Hjúkkan fór á brilljant strákakvöld með Höskanum á laugardaginn. Geimið byrjaði á knæpu þar sem bikarleikurinn var litinn auga. Sem betur fer náðu okkar menn jafntefli, betra en að tapa alla vega - nema hvað að nú þarf maður að horfa á seinni leikinn líka. Eftir boltann lá leiðin í borgara á Vitabarnum og komst hjúkkan að því að hún var sennilega síðasta manneskjan á stór-höfuðborgarsvæðinu sem hafði aldrei bragðað á gleym-mér-ei hamborgaranum. Þessi borgari er bara snilld, hvítlaukur - beikon - gráðarostur og franskar með kokteilsósu er hægt að hafa það meira subbulegt? Eftir nokkuð góða stund á Vitabarnum (sökum veðurs) lá leiðin á poolstofuna þar sem var fullt út úr dyrum. Því var síðasta korterið á Barcelona - Real Madrid leiknum tekið og svo farið upp á ölstofu þar sem ýmis mál voru plottuð.
Að lokum gafst hjúkkan upp og dreif sig heim enda orðin gömlu og klukkan var farin að ganga 2. Já það er af sem áður var að maður var að tjútta frameftir nóttu, nú vill maður bara komast heim í ból og hvíla sig. Kvöldið í kvöld var svo tekið á slysadeildinni þar sem smávægilegur misskilningur um vaktir komst upp þegar líða tók á vaktina, og ástæðan fyrir aukavaktinni fallin um sjálfa sig - skemmtilegt!!!
Nóg er framundan í vikunni, farið að styttast í New Orleans og Bemidji ferðina góðu - þá fær fólk frið frá hjúkkunni í 10 daga, nýtið því tímann þangað til vel og verið góð við stelpuna :)

Engin ummæli: