09/04/2007

Aumkunarvert?
Hvenær verður maður aumkunarverður? Hjúkkan fór að velta þessu fyrir sér eftir að hafa horft á of marga þætti af Grey´s í dag og síðustu daga. Er það þegar maður er orðinn gjörsamlega samdauna teppinu sínu og sófanum góða og ætlar bara að horfa á einn þátt í viðbót? Eða þegar maður er farinn að pikka upp setningar og ráð úr þættinum og ætlar að færa það inn í líf sitt?? Já þetta var kaldur raunveruleiki sem blasti allt í einu við hjúkkunni - hún á ekkert líf!!! Ein af þeim pælingum sem hjúkkunni fannst bara tær snilld snýr að sannleikanum og lyginni. Af hverju ljúgum við að okkur sjálfum og öðrum, jú þegar sannleikurinn er of sár til að horfast í augu við hann.
Hjúkkan hefur einu sinni séð einstakling detta svona inn í sjónvarpsseríu og það var einmitt 24, enda um karlmann að ræða. Hann komst heill frá því og hjúkkan á ekki von á öðru hjá sjálfri sér. Nú er mál að koma sér af sófanum, gera sér grein fyrir því að Dr. McDreamy er bara eins og aðrir karlmenn og fara að sofa, því jú vinnan kallar á morgun :) Hafið ekki áhyggjur af hjúkkunni - hún er bara búin að horfa of mikið á amerískt sjónvarpsefni og verður orðin sjálfri sér lík á morgun :)

Engin ummæli: