28/01/2004

Félagsmálafrömuðurinn!
Þessa dagana er ég að missa mig í félagsstarfi, nefndarsetu og fundarsetu. Byrjaði á þriðjudagskvöld með fundi hjá Æskulýðsnefnd Rotary þar sem farið var yfir og tekin viðtöl við verðandi skiptinema. Þetta var snilld - ég hitti mig fyrir 9 árum síðan í nokkrum myndum sem er eiginlega mjög súrealísk upplifun. Þegar maður horfir á einstakling sem var í sama grunnskóla og valdi sama menntaskóla og ég og ætlar líka sem skiptinemi. Þessi einstaklingur svaraði sennilega öllum spurningum í viðtalinu nákvæmlega eins og ég gerði 16 ára ung og saklaus.
Í dag hélt svo áráttan áfram. Skellti mér í vinnuna fyrir allar aldir í morgun (mætti 07:30) og fór á fyrsta fundinn kl. 12. Þetta var kynning fyrir 4. árs hjúkrunarnema og ég átti sem sagt að reyna að selja þeim minn vinnustað. Þetta gekk vel og ég leit greinilega svo ferkslega út að ég fékk boð um vinnu á 4 deildum! Deildarstjórinn hló sig máttlausa þegar ég sagði henni frá þessu öllum saman. Að loknum þessum fundi fór ég beint á fund trúnaðarmanna á LSH og svo þaðan á deildarfund á minni deild. Skreið heim um kl. 19 alveg búin að fá nóg af þessu öllu saman. Úff hvað maður verður þreyttur á svona dögum! En ég lærði nýtt orði í dag : Fráflæði sem má túlkast eins og hver vill.
Skellti mér svo í einn öl með Súpergellunni eftir nýja uppáhaldsþáttinn minn Smack the Pony. Er í fríi á morgun og stefni á fundar- og áhyggjulausan dag. Ætli ég auki ekki fráflæði í óhreina tauinu á heimilinu!

27/01/2004

Lummuleg!
Ég er lummuleg í dag! Þessi staðreynd var augljós þegar ég skreið framúr í morgun og lummaðist í vinnuna. Var svo ekki að meika þennan morgun að það hálfa hefði verið alveg passlegt. Það var kaldast úti og í bílnum mínum var nú ekki heitara, þar sem ég slasaði mistöðina hjá mér um daginn. Þarf að drífa mig í því að laga hana - því annars verður þetta mjög cool bíll og þeir sem í honum sitja einnig! Annars gerðist lítið meira merkilegt um helgina eftir að ælum lauk. Fór í heimsókn til Súpergellunnar og spilaði Gettu Betur. Fórum bara eina umferð því sumir verða sífellt erfiðari í þessu spili og minna ánægjulegri sem mótspilarar. Jæja svo var spjallað og loks lummað sér heim um miðja nótt. Sunnudagurinn var eins lummaður og hinir dagarnir - ég man ekki hvort ég gerði nokkuð spes þann dag. Já lummið er ágætt í hófi enda tel ég því ljúka á morgun. Maður nennir ekki að lummast í marga daga í einu!

24/01/2004

Föstudagsfléttan!
Gærdagurinn var þetta líka skemmtilegur dagur. Eftir að hafa sofið frameftir hádegi sökum næturvaktar þá skellti ég mér á fætur og ætlaði í gymmið. Mér til lítillar gleði fór Hondukrúttið ekki í gang og uppi varð fótur og fit. Reddaði hinum bílnum á skömmum tíma en nennti ekki lengur í gymmið. Fór í Bónus og hitti svo Þóru og Magga í Kringlunni þar sem við keyptum innflutningsgjöf handa Gísla og Hildi. Við Þóra létum ekki deigan síga og fórum í allar skóbúðir í Kringlunni og mátuðum öll stígvél sem til voru í 38. Jú og viti menn við fundum báðar á okkur ný gellu stígvél. Engin smá hamingja á ferð eftir þetta.
Kvöldið hófst á innflutningspartýi hjá Gísla og Hildi þar sem boðið var upp á bláa bollu. Hún var góð! Eftir þó nokkur glös af bollunni dreif ég mig í bjórinn og hann rann ljúflega niður. Skruppum svo á Ölstofuna þar sem við hittum Kjánann(frambjóðanda og módel) og Sykurpabbann(töffara). Þar gerðust skrítnir hlutir sem fólust í því að ég datt og dró með mér saklausann mann í fallinu. Þetta var mjúk lending og Sykurpabbinn var ekki lengi að bjarga Ofurhjúkkunni. Eftir góðan tíma á Ölstofunni var stefnan tekin á Hverfis þar sem engin röð var og við orðnar svolítið hífaðar. Óskar var þar og mér skilst að honum hafi nú ekki litist á blikuna né ástandið á hjúkkunni. En eftir nokkur góð dansspor dreif ég mig heim.

Dagurinn í dag!
Í dag eru ég og Gustavberg salerið mitt búin að eiga náið samstarf! Mér verður alltaf hugsað til Jóu vinkonu þegar ég og Gustav erum svona náin því hún átti einnig gott samstarf með sínum Gustav. Nokkrar misánægjulegar ferðir á salernið og blundur frameftir degi eru ástandið. Loksins komst ég á fætur og gat borðað ristað brauð. Ég er sem sagt komin út úr þynnkugöngunum og er farin að sjá ljósið. Veit ekki hvort maður endurtekur leikinn í kvöld en ég ætla að hafa ráð Súpergellunnar í huga. Ef drykkurinn er blár á litinn þá verður maður þunnur!!! Hafið það í huga.

21/01/2004

Hugleiðngar í miðri viku!
Jæja þá er vikan hálfnuð og styttist í helgina. Hef nú reyndar ekki gert neina stórkostlega hluti frá síðustu færslu annað en að leggjast í smá flensu druslu. Hristi hana af mér á met tíma og dreif mig í vinnuna í morgun - illa sofin en samt falleg. Jú veðrið var að slást við öskutunnurnar mínar í nótt og vaknaði ég við mikinn skell sem endurtók sig í gríð og erg. Ég dreif mig á fætur og gekk um íbúðina í leit að opna glugganum sem ég hélt að bæri ábygrð á þessu hávaða. Mér varð ekkert úr þessum ferðum mínum (tveimur) annað en að geta ekki sofnað aftur fyrr en vekjaraklukkan hringdi og ég þurfti að fara á fætur. Elsku bíllinn minn sem hefur verið með gigt síðustu daga fór í gang í fyrsta og það eitt orsakaði ógurlega hamingju af minni hálfu. Dagurinn í vinnunni leið hratt og áður en ég vissi af var ég farin þaðan á fund. Eftir allt puðið á fundi Kjaranefndar Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga lá leið mín til skósmiðsins sem af mestu snilld lagaði stígvélin sem slösuðust í Kringlunni. Þaðan lá leið mín í Kringluna í smá mátunar- og gluggashopping. Fann nottla ekkert þar nema eitt pils - voða fínt! Í kvöld er stefnan tekin á kóræfingu og ER gláp að henni lokinni. En helgin brosir við manni handan við morgundaginn og ekki annað að gera en að brosa á móti.

18/01/2004

Helgarstemning!
Hér á heimilinu hefur ríkt sannkölluð helgarstemning alla helgina. Fór á pöpp í Árbænum og horfði á Idolið með gellunum yfir nokkrum léttum ölum og ansi fínum mat. Eftir Idolið lá leiðin beint heim enda orðið alveg brjálað veður og biluð færð á hálendinu. Það sama má næstum segja um strandlengjuna hér en verra þó fyrir norðan Miklubrautina. Laugardagurinn kom ljúfur sem ljós og farið var á Fjöruborið á Eyrarbakka og snæddur alveg meiriháttar humar og humarsúpa. Það er svo æðislegt að borða þarna að ég mæli með því við alla sem þetta lesa. Gaman að drífa sig í smá bíltúr út á land og skella sér í góðan mat. Eftir að í bæinn var komið skellti Ofurhjúkkan sér á djammið með Ingu og Svönu vinkonum og lá leiðin á Hverfisbarinn. Þar var fáránlega kalt fram eftir kvöldið - starfsfólkið á barnum var í úlpum!! Ég held að um kl. 01:30 hafi ég loks komist úr úlpunni og á dansgólfið. Á þessum ágæta stað var frekar ungt fólk svona framan af kvöldið og leið manni virkilega eins og konu í annarri umferð! En það reddaðist því þessi börn þurfa jú að koma heim fyrir ákveðinn tíma. Seinni hluta kvölds hækkaði meðalaldurinn nokkuð og áfengismagn í líkama gesta einnig. En eintóm gleði og hamingja var á dansgólfinu. Svo drifum við gellurnar okkur heim eftir vel heppnað gelludjamm.
Í dag tók svo við dæmigerður sunnudagur með ferð í Ikea og Bykó. Það voru settar upp nýjar hillur í stofuna með tilheyrandi borunum í steyptan vegg. Þetta heppnaðist töluvert betur á mínu heimili en á hennar heimili - þar sem hvergi bunaði úr veggnum eftir aðförina. Skellti mér svo í kvöld með Ingu vinkonu á Players í Kóp að horfa á undanúrslitin fyrir Superbowl sem er 1. febrúar. Okkar menn í New England Patriots unnu glæstan sigur á Indianapolis Colts. Nokkrir bjórar runnu vel niður og allir fóru sáttir heim.

15/01/2004

Nú er ég orðlaus!
Þið sem þekkið mig vitið að ég verð sjaldan orðlaus, en slíkur viðburður átti sér stað í kvöld. Ég fór í Kringluna eftir kvöldmat með systur minni og var það framan af hin ánægjulegasta stund. Undir lok ferðarinnar ákváðum við að skjótast í eina búð á efri hæð Kringlunnar og lögðum þar með leið okkar í rúllustigann. Þar gerðist mjög undarlegur atburður! Einhvern veginn festinn hællinn á skónum mínum (hin stígvélin mín) um það bil sem ég fór af stað í stiganum. Viti menn, það heyrðist hávær smellur og ég hrökk til - jú hællinn undir öðru stígvélinu var nú hinn skakkasti og sólinn sat eftir!!!! Þetta uppgötvuðum við þegar við vorum komnar upp og við misstum okkur úr hlátri og geðshræringu. Á s.l. 6 dögum hafa sem sagt bæði uppáhalds stígvélin mín orðið fyrir töluverðum skaða. Það er nú betra í þetta skiptið þar sem ég held að það sé hægt að gera við þessa skemmd. En COME ON!!! Hvað er málið með mig og mitt skótau þessa dagana??? Ég fór sem leið lá tipplandi á öðrum fæti, svo tómahljóðið myndi ekki óma um alla Kringluna inn í Hagkaup og náði með naumindum að festa kaup á skóm sem verða að duga næstu daga! Ég held að það sé eitthvað slæm ára í kringum mig þessa stundina!
Íslensku Tónlistarverðlaunin!
Sá með öðru auganum glitta í þetta á vaktinni í gærkvöldi. Alveg var ég svakalega ánægð með Eivöru Páls og hennar verðlaun, sömuleiðis með verðlaunin sem Ragnheiður Gröndal fékk. Þær eiga báðar þessi verðlaun vel skilið.´
Kuldi og trekkur!
Hvað gerir maður í kulda og trekk? Maður rífur sig á fætur fyrir klukkan 8 og drífur sig út í ískaldan bílinn. Bíllinn er ræstur og er rétt að ná kjörhitastigi þegar maður drepur á honum og er kominn í vinnuna. Það tók því að halda að allt í einu myndi bíllinn fatta að manni væri kalt! Eftir góða tvo tíma er manni farið að hitna í vinnunni og líður bara ágætlega. Svo kemur að því að maður fer að kvíða heimferðinni. Hún er yfirleitt alveg eins og ferðin í vinnuna. Nema hvað að í þetta skiptið nær bíllinn kjörhitastigi um það bil sem maður leggur honum við húsið heima. Nei nei bíllinn fattaði ekki heldur í þetta skiptið að manni sé kalt! Eftir þetta allt skríður maður að útidyrahurðinni smellir lyklunum í skráargatið og snýr. Nú sökum kuldans getur verið erfitt að eiga við læsinguna en það bjargast því nú er maður nokkrum sekúndum frá því sem skiptir máli. Inn er komið og hlýjan tekur völdin! Öll plön um að fara aftur út t.d. í leikfimi eða bara í búð að kaupa það sem vantar eru fokin út í veður og vind. Eftir að hlýjan hefur náð tökum er ekki aftur snúið, sófinn og teppið kalla og manni ber skilda að svara þessu kalli. Á morgun er nýr dagur og tilefni til þess að hefja leikinn að nýju með kannski annarri útkomu - það veit maður ekki fyrr en í fyrramálið. Þangað til er um að láta sér ekki verða kalt!

12/01/2004

Stígvélasorg og Endurvinnsluferð!
Eins og þið vitið sem lásuð um hrakfarir s.l. föstudags þá missti ég nána vini mína þann dag. Jú uppáhalds stígvélin eru sem sagt ónýt og ég fer varla út úr húsi - í hvaða skóm á ég eiginlega að fara??? Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mig saman í andlitinu og leita að nýjum stígvélum sem koma til með að taka við af þeim gömlu. En sú varð ekki reyndin í dag - þrátt fyrir vel skipurlagða áætlun. Svaf auðvitað fram yfir hádegi og drattaðist svo loks á fætur og dreif mig af stað. Heilmikið var á áætlun dagsins, þar á meðal ferð í Endurvinnsluna með lík jólanna. Ég drösslaði öllum pokunum (4) út í bíl og sótti annan eins skammt hjá tengdó. Rann í hlaðið á endurvinnslunni og hóf að afferma bílinn. Enn sem fyrr varð á vegi mínum eldri kona sem var að koma með pokann sinn (1). Ég tók mér stöðu fyrir aftan hana í röðinni og bað hana pent um að líta eftir pokunum mínum (4) þar sem ég þyrfti að skjótast út í bíl og sækja nokkra til viðbótar (4). Konan brosti góðlátlega og kvað þetta ekki vera neitt vandamál - hún skildi líta eftir pokunum. Skömmu seinna kom ég inn aftur með annan eins skammt og ég hafði skilið eftir á gólfinu hjá frúnni. Svipurinn á henni sagði " úff gott að vera fyrir framan hana í röðinni!!". Á leið minni inn mætti ég svo manni á miðjum aldri sem leit á mig og sagði "úff - vá". Ég vona að hann hafi verið að vitna í fegurð mína en ekki magna poka sem ég var að koma með. Jæja ég sló Íslandsmet í hraða á að dæla flöskum í vélina og ég held að annað met hafi verið slegið á mínu heimili - bjórdrykkja. Það er skeflilegt að horfa upp á allar þessar dósir koma upp úr pokanum, vitandi að þetta var drukkið á manns eigin heimili á ekki svo löngum tíma! Stefndi á Vog eftir ferðina í Endurvinnsluna en ákvað að bíða með það - vantar enn nýja skó. En skórnir bíða því IKEA átti hug minn og Bónus átti hjarta mitt það sem eftir leið dags. Hver veit nema skórnir komi í heiminn á morgun!

10/01/2004

Fáránlegur föstudagur!
Gærdagurinn var mjög súr í lífi ofurhjúkkunnar. Ég hafði rétt skroppið á öldurhús kvöldið áður sem endaði svo í aðeins fleiri ölum heldur en upphafslega planið var. Ég fór í fylgd Kjánans og Pésans á kveðjutónleika Ragnheiðar Gröndal. Það littla sem við heyrðum af tónleikunum var frábært, en hljóðkerfið var ekki að gera sig og eftir því sem fleiri komu á staðinn heyrðist minna og minna í hljómsveitinni. Sú ákvörðun var sem sagt tekin að skreppa á Ölstofuna og fá sér einn kaldann. Þeir urðu reyndar tveir eða þrír en það er aukaatriði. Eftir mikinn hlátur og mikla gleði var stefnan tekin heim í ból - föstudagurinn var yfirvofandi.
Ég hundskaðist á fætur um kl. 13 til þess eins að mæta til tannlæknis hálftíma síðar. Var reyndar frekar stolt af því að hafa komist á fætur en gekk í nettu streitukasti inn til tannsa. Það þurfti að laga eina tönn og það gekk bara vel. Þið sem hafið farið til tannsa vitið að maður lítur svolítið einkennilega út eftir heimsóknina. Varir þrútnar og helmingur andlitsins tilfinningalaus af völdum deyfingarinnar. Hvert er svo best að koma sér í svona ástandi - jú einmitt í vinnuna. Jæja andlit mitt náði fyrri fegurð þegar deyfingin var farin og allt í góðu. Við horfðum á Idol þar sem ég varð fyrir miklum vonbrigðum (þoli ekki Akureyringinn) með ákvörðun Íslendinga. Vaktinni lauk á skynsamlegum tíma og allt leit vel út. Á leið minni út í bíl finnst mér eins og ég renni til í hálkunni og lít á stígvélin sem ég var í. Viti menn - haldið þið að annar hællinn hafi ekki RIFNAÐ undan stígvélinu!!!!! Fyrir framan fullt af fólki sem var að sækja sína nánustu í vinnuna. Á mjög smekklegan og óaðfinnanlegan hátt gekk ég að bílnum eins og ekkert hafði í skorist. Komst heil heim en syrgi stígvélin! Megi dagurinn í dag verða giftusamlegri!

06/01/2004

Og þá eru jólin búin!
Ég er búin að taka saman jólin á mínu heimili og setja þau niður í geymslu. Það eru nokkrar smákökur enn eftir en ekkert sem má ekki narta í fram undir miðjan mánuðinn. Nú eru það plön ársins sem taka gildi. Það þekkja allir planið - nú ætla ég að vera dugleg í líkamsræktinni. Já já við skulum bara sjá til með þetta plan. Í augnarblikinu læt ég hvern dag nægja sína þjáningu. Þessi þjáning hefur nú undanfarna daga saman staðið af óhóflegu sjónvarpsglápi og því að sofa langt frameftir deginum. Þetta er nú reyndar líka snilldin við það að vera barnlaus, þá kemur auðvitað engum við hversu lengi maður sefur, né heldur hvenær maður fer yfir höfuð að sofa. Það eina sem maður þarf að muna er að borða og mæta í vinnuna. Sem er nú einmitt næst á dagskrá hjá undirritaðri. Sem sagt lítið að frétta úr lífi ofurhjúkkunar um þessar mundir. Lifið heil og gangi ykkur vel að efna áramótaheitin!

02/01/2004

Gleðilegt Nýtt Ár!
Ég óska vinum og vandamönnum mínum heilla á nýju ári, með hjartanlegri þökk fyrir liðnar stundir á líðandi ári. Megi góðu stundirnar verða enn fleiri á árinu 2004.

Nýársfrí!
Ég er komin í 3ja daga nýársfrí, jibbí! Stefnan er sett á svefn, bjór, skemmtanir og afganginn af kalkúninum. Þetta voru snilldar áramót. Var í fyrsta skiptið með kallinum þegar skotið var upp og nýja árið gekk í garð. Þrátt fyrir mikinn aðskilnaðarkvíða gagnvart foreldrum mínum naut ég stundarinnar í botn. Mér finnst skotgleði Íslendinga algjör snilld og tek virkan þátt í þessu brjálæði. Ég fer nú alltaf að hugsa um flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum sem eru nú búsettir á Íslandi þegar þessi brjálæði heltekur Íslendinga. Eftir uppskotin voru tekin fram spil og ölbaukar og leikum lauk rétt um klukkan hálf sjö í morgun. Vaknaði svo ótrúlega þreytt og meygluð um tvöleytið og skellti mér í vinnuna. Eftir kvöldvaktina
byrjaði ég nýársfríið á frábærri stund með Kjánanum og Fréttapésanum á Ölstofunni þar sem hinn síðarnefndi var að vinna. Ölið rann ljúflega niður og ég fékk nýjustu upplýsingar um allt sem ég hef farið á mis við undanfarnar vikur. Stefni sem sagt á notarleg heit næstu daga.