Hvar er Fríða??
Ég brást vinum og sálufélögum mínum s.l. sunnudag með því að vera ekki í vinnunni. Þá sjaldan sem einhver vinur manns heimsækir mann í vinnunni þá er ég bara á leiðinni heim úr Munaðarnesi. Frekar glötuð gellan núna. En ég veitti Héðni sáluhjálp á gær þannig að það hlýtur að teljast sem eitthvað gott. Ég vil bara biðja ykkur næst um að láta mig vita þegar von er á ykkur á slysó og ég skal reyna að sjá til þess að ég verði á staðnum, í hjúkkubúning!!
Dagurinn í dag fór annars í kjaranefndar vinnu þar sem kjarasamningar eru lausir síðar á þessu ári. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og gaman að pæla í þessu og sjá plottin sem eru notuð í svona viðræðum og samningagerðum. Engin stefna er tekin fyrir kvöldið nema kannksi að klára helv. skattframtalið og senda það inn. Af hverju man maður alltaf í miðri gerð á skattframtalinu að maður ætlaði að kaupa sér endurskoðanda til þess að telja fram??? Nú verður gerður stór POST IT miði til þess að gleyma því ekki á næsta ári. Algjör bögg skýrsla, húsnæðiskaup og námslán - úff maður verður bara að fá sér öl til að komast í gegnum svona hluti. Lifið heil!
30/03/2004
28/03/2004
Komin aftur heim!
Enn eina ferðina er ég komin heim eftir helgardvöl fjarri heimkynnum mínu. Þessi helgi var tekin í Munaðarnesi ásamt kórfélögum, í æfingabúðum og á árshátíð. Allt fór þetta spaklega fram fyrir utan nokkra aðila sem héldu að þeir væru að slá í gegn alla helgina. Bústaðurinn sem við gistum í var mjög skemmtilegur, bæði í hönnun og einnig fólkið sem var með í honum. Þeir sem einn góður félagi minn gengur við hækjur vegna sjúkdóms fengum við bústað með aðgengi fyrir fatlaða. Besti kosturinn var að í þessum bústað var hægt að hækka og lækka eldhúsinnréttinguna með fjarstýringu!!! Þessi fítus var uppspretta mikillar gleði alla helgina. Annað sem kom mér á óvart var að í bústaðnum var örbylgjuofn sem staðsettur var OFAN Á bakaraofni sem var í um meters hæð!!!! Ok eitthvað hefur pælingin um aðgengið klikkað í þessari skipurlagningu.
Eftir að heim var komið lá leiðin beint að Felix að horfa á mína menn keppa við aðra menn í knattspyrnu. Draumurinn varð ekki að veruleika og hinir mennirnir eru enn taplausir - leikurinn fór í jafntefli. Það var eitt sem fór svakalega í taugarnar á mér og það var hópur af ungum og þekktum fjölmiðlamönnum og vinum þeirra sem eru þekktir íþróttamenn. Þessi hópur var svo ofboðslega mikið að láta taka eftir sér með háværum commentum og alls konar fíflaskap að mér var eiginlega ekki skemmt. Þeir voru með ósmekklegar athugasemdir um leikmenn míns liðs og þetta fannst mér bara alls ekki fyndið. Ég kem alla vega til með að eyða 70 mín í eitthvað annað en að horfa á sjónvarpið næstu daga!
Var að fatta að sálufélaginn og ofurdrengurinn Gulli var ekki kominn með link hér til hliðar hjá mér og hef ég nú lagað það. Stefnir í góða viku með vinnu og nokkrum öl, svo bara fer snjórinn vonandi!
Enn eina ferðina er ég komin heim eftir helgardvöl fjarri heimkynnum mínu. Þessi helgi var tekin í Munaðarnesi ásamt kórfélögum, í æfingabúðum og á árshátíð. Allt fór þetta spaklega fram fyrir utan nokkra aðila sem héldu að þeir væru að slá í gegn alla helgina. Bústaðurinn sem við gistum í var mjög skemmtilegur, bæði í hönnun og einnig fólkið sem var með í honum. Þeir sem einn góður félagi minn gengur við hækjur vegna sjúkdóms fengum við bústað með aðgengi fyrir fatlaða. Besti kosturinn var að í þessum bústað var hægt að hækka og lækka eldhúsinnréttinguna með fjarstýringu!!! Þessi fítus var uppspretta mikillar gleði alla helgina. Annað sem kom mér á óvart var að í bústaðnum var örbylgjuofn sem staðsettur var OFAN Á bakaraofni sem var í um meters hæð!!!! Ok eitthvað hefur pælingin um aðgengið klikkað í þessari skipurlagningu.
Eftir að heim var komið lá leiðin beint að Felix að horfa á mína menn keppa við aðra menn í knattspyrnu. Draumurinn varð ekki að veruleika og hinir mennirnir eru enn taplausir - leikurinn fór í jafntefli. Það var eitt sem fór svakalega í taugarnar á mér og það var hópur af ungum og þekktum fjölmiðlamönnum og vinum þeirra sem eru þekktir íþróttamenn. Þessi hópur var svo ofboðslega mikið að láta taka eftir sér með háværum commentum og alls konar fíflaskap að mér var eiginlega ekki skemmt. Þeir voru með ósmekklegar athugasemdir um leikmenn míns liðs og þetta fannst mér bara alls ekki fyndið. Ég kem alla vega til með að eyða 70 mín í eitthvað annað en að horfa á sjónvarpið næstu daga!
Var að fatta að sálufélaginn og ofurdrengurinn Gulli var ekki kominn með link hér til hliðar hjá mér og hef ég nú lagað það. Stefnir í góða viku með vinnu og nokkrum öl, svo bara fer snjórinn vonandi!
26/03/2004
Komin og farin!
Það er einfaldlega of mikið að gera í mínu lífi þessa dagana. Ég hitti Kjánann og Hárliðann og Súpergelluna á kaffihúsi á miðvikudag og áttum við góða stund saman. Vorum í ofur samræðum um allt sem snertir það að vera á lífi og búa á Íslandi. Nostalgía yfir gömlum vangadönsum kom einnig upp og stefnan er tekin á að taka aftur upp þessa dásamlegu íþrótt. En þetta var mjög ánægjulegt. Í gær var svo graveyard vaktin þar sem ég fór á morgunvakt og svo á næturvakt sama daginn. Þetta eru aldrei mjög póduktívir dagar þar sem maður kemur heim eftir morgunvaktinar til þess eins að fara að sofa fyrir næturvaktina. En nóttin var nú skapleg - svolítið subbuleg en þetta sleppur. Í dag var svo rokið á fætur rétt eftir hádegi til þess að ganga frá og taka til þar sem stefnan er tekin í Munaðarnes um helgina með kórnum. Þessar árlegu æfingabúðir og árshátíð koma alltaf aftan að manni eins og skellur. Jæja nóg um það. Nú er mál að pakka, vökva blómin og rjúka svo af stað. Stefnan tekin á kaffikvöld eða jafnvel fyrirfram ákveðið videokvöld á Kambaranum í vikunni.
Það er einfaldlega of mikið að gera í mínu lífi þessa dagana. Ég hitti Kjánann og Hárliðann og Súpergelluna á kaffihúsi á miðvikudag og áttum við góða stund saman. Vorum í ofur samræðum um allt sem snertir það að vera á lífi og búa á Íslandi. Nostalgía yfir gömlum vangadönsum kom einnig upp og stefnan er tekin á að taka aftur upp þessa dásamlegu íþrótt. En þetta var mjög ánægjulegt. Í gær var svo graveyard vaktin þar sem ég fór á morgunvakt og svo á næturvakt sama daginn. Þetta eru aldrei mjög póduktívir dagar þar sem maður kemur heim eftir morgunvaktinar til þess eins að fara að sofa fyrir næturvaktina. En nóttin var nú skapleg - svolítið subbuleg en þetta sleppur. Í dag var svo rokið á fætur rétt eftir hádegi til þess að ganga frá og taka til þar sem stefnan er tekin í Munaðarnes um helgina með kórnum. Þessar árlegu æfingabúðir og árshátíð koma alltaf aftan að manni eins og skellur. Jæja nóg um það. Nú er mál að pakka, vökva blómin og rjúka svo af stað. Stefnan tekin á kaffikvöld eða jafnvel fyrirfram ákveðið videokvöld á Kambaranum í vikunni.
22/03/2004
Komin heim í Laugardalinn!
Nú er maður aftur kominn á klakann í þetta líka fína veður. Það var ekki nema 22°C hiti í Prag á fimmtudag og föstudag þannig að mér líður mjög vel með það að vera komin í 3°C og vind! Ferðin var algjör snilld og ég held að ég muni seint jafna mig á öllum þeim bjór sem drukkinn var þessa fáu daga. Bjórinn þarna úti kostar 120 - 180 ísl. krónur og er ódýrari heldur en vatnið = drukkið þeim mun meira af bjór en vatni. Við flugum með einhveru útlensku flugfélagi sem dældi í mann drykkjum á leiðinni út, á meðan Denzel reyndir að bjarga lífi sonar síns í vondri mynd sem sýnd var um borð. Svekkelsið var reyndar með baðið. ALDREI treysta myndum af hótelherbergjum á netinu. Það var reyndar stórt baðherbergi og bað en ekki nudd/hornbaðkarið sem sýnt var á heimasíðunni. Ég veit til þess að nokkrir hýrir menn hafa öfundað mig alla helgina af nuddbaðkarinu sem var svo bara venjulegt baðkar sem sturtu! En maður getur nú ekki fengið allt í þessu lífi. Annað einkennilegt gerðist í ferðinni - ég fór í skóbúðina frægu sem endaði á því að vera á 6 hæðum!!!! og fann enga skó á mig!!!!! Ég skammast mín nú svolítið verandi með Imeldu complexa. En í staðinn fann ég 3 pör á karlinn þannig að ég verslaði samt skó (veit ekki hvort þeir teljist þar sem þeir eru á karlinn).
Það var endalaust gengið - drukkið og borðað þessa daga en næturlífið í Prag saman stendur af spilavítum og nektarstöðum. Sem er svo sem fínt en kannski dálítið einhæft.
Listarnir fyrir brottför sönnuðu sig eina ferðina enn - allt notað einu sinni nema 1 pils! Svo er málið að verða aftur þunglyndur og henda sér í vinnuna á morgun. Það er kannski ágætt að fara að lifa eðlilegu lífi aftur. En ég mæli eindregið með Prag, þar er mjög fallegt og gott að vera. Manni líður virkilega vel að ganga um göturnar jafnvel í myrkri. Það er ákveðin stemning í loftinu - hallærisleg föt (enda var ekkert shoppað) og verri klippingar og hárgreiðslur.
Nú er maður aftur kominn á klakann í þetta líka fína veður. Það var ekki nema 22°C hiti í Prag á fimmtudag og föstudag þannig að mér líður mjög vel með það að vera komin í 3°C og vind! Ferðin var algjör snilld og ég held að ég muni seint jafna mig á öllum þeim bjór sem drukkinn var þessa fáu daga. Bjórinn þarna úti kostar 120 - 180 ísl. krónur og er ódýrari heldur en vatnið = drukkið þeim mun meira af bjór en vatni. Við flugum með einhveru útlensku flugfélagi sem dældi í mann drykkjum á leiðinni út, á meðan Denzel reyndir að bjarga lífi sonar síns í vondri mynd sem sýnd var um borð. Svekkelsið var reyndar með baðið. ALDREI treysta myndum af hótelherbergjum á netinu. Það var reyndar stórt baðherbergi og bað en ekki nudd/hornbaðkarið sem sýnt var á heimasíðunni. Ég veit til þess að nokkrir hýrir menn hafa öfundað mig alla helgina af nuddbaðkarinu sem var svo bara venjulegt baðkar sem sturtu! En maður getur nú ekki fengið allt í þessu lífi. Annað einkennilegt gerðist í ferðinni - ég fór í skóbúðina frægu sem endaði á því að vera á 6 hæðum!!!! og fann enga skó á mig!!!!! Ég skammast mín nú svolítið verandi með Imeldu complexa. En í staðinn fann ég 3 pör á karlinn þannig að ég verslaði samt skó (veit ekki hvort þeir teljist þar sem þeir eru á karlinn).
Það var endalaust gengið - drukkið og borðað þessa daga en næturlífið í Prag saman stendur af spilavítum og nektarstöðum. Sem er svo sem fínt en kannski dálítið einhæft.
Listarnir fyrir brottför sönnuðu sig eina ferðina enn - allt notað einu sinni nema 1 pils! Svo er málið að verða aftur þunglyndur og henda sér í vinnuna á morgun. Það er kannski ágætt að fara að lifa eðlilegu lífi aftur. En ég mæli eindregið með Prag, þar er mjög fallegt og gott að vera. Manni líður virkilega vel að ganga um göturnar jafnvel í myrkri. Það er ákveðin stemning í loftinu - hallærisleg föt (enda var ekkert shoppað) og verri klippingar og hárgreiðslur.
17/03/2004
Tra la la la la!
Þá er komið að stund sannleikans. Ég er snillingur í því að búa til lista og pakka til ferðalaga - þó svo ég segi sjálf frá. Nú er ég sem sagt búin að koma öllu í töskurnar, lenti reyndar í smá krísu varðandi fjölda af skópörum sem ég ætla að taka með en það er leyst. Leyndardómurinn liggur í skóbúð á þremur hæðum rétt hjá hótelinu okkar! The mothership is calling me home!!!! Íbúðin er orðin hrein og fín og ekki eftir neinu að bíða með að skella sér í ölinn í Leifstöð. Ætla reyndar að fara að sofa fyrst og keyra til Keflavíkur en svo verður öl tekinn. Förum í loftið kl 12 þannig að maður er kannski ekkert að þjóra á barnum snemma morguns, en morgunstund gefur Gull í munn(d). Farið vel með hvort annað og njótið helgarinnar. Sögur af baðferðum og annars lags athöfnum verða sagðar eftir helgi.
Þá er komið að stund sannleikans. Ég er snillingur í því að búa til lista og pakka til ferðalaga - þó svo ég segi sjálf frá. Nú er ég sem sagt búin að koma öllu í töskurnar, lenti reyndar í smá krísu varðandi fjölda af skópörum sem ég ætla að taka með en það er leyst. Leyndardómurinn liggur í skóbúð á þremur hæðum rétt hjá hótelinu okkar! The mothership is calling me home!!!! Íbúðin er orðin hrein og fín og ekki eftir neinu að bíða með að skella sér í ölinn í Leifstöð. Ætla reyndar að fara að sofa fyrst og keyra til Keflavíkur en svo verður öl tekinn. Förum í loftið kl 12 þannig að maður er kannski ekkert að þjóra á barnum snemma morguns, en morgunstund gefur Gull í munn(d). Farið vel með hvort annað og njótið helgarinnar. Sögur af baðferðum og annars lags athöfnum verða sagðar eftir helgi.
16/03/2004
Ég er svo dugleg!
Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé mjög dugleg í dag. Eftir ofurþunglynda vakt í gærkvöldi með tilheyrandi meyglu við heimkomu ákvað ég í morgun að þetta gengi ekki - ég má ekki vera að því! Ég skellti mér snemma á fætur (svona um 11:30) og fékk mér ristaða brauðið sem yfirleitt er hluti af mínum föstu venjum. Því næst þvoði ég dökkan þvott og gætti þessa að þvo allt sem þarf að vera hreint fyrir Pragferðina. Því næst var það ofursturta með tilheyrandi hreingerningum og konudóti. Þá var þvottavélin búin og tími til að setja í aðra vél. Nú er sem sagt allt orðið hreint og fínt og bíður pakkningar. Eins og Gulli minn skilur þá er ég núna í ljótu fötunum því fínu fötin á ekki að nota fyrr en á fimmtudaginn. Eftir þetta allt tók ég til í íbúðinni, bjó til vinnuskýrsluna mína og auðvitað LISTA yfir það sem við þurfum að taka með til Prag. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að birta listann hér á síðunni hef ég kosið að halda honum leyndum. En ef þið eruð alveg að deyja yfir því hvað er á listanum má alltaf taka upp símann og fá persónulegan upplestur á komandi farangri.
Nú er það bara vinna í kvöld og fyrramálið og svo kóræfing og aðalfundur Kórsins og svo er það Prag. Vá maður verður næstum því þreyttur á því að sjá dugnaðinn í mér. Hrós fyrir Fríðunni!
Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé mjög dugleg í dag. Eftir ofurþunglynda vakt í gærkvöldi með tilheyrandi meyglu við heimkomu ákvað ég í morgun að þetta gengi ekki - ég má ekki vera að því! Ég skellti mér snemma á fætur (svona um 11:30) og fékk mér ristaða brauðið sem yfirleitt er hluti af mínum föstu venjum. Því næst þvoði ég dökkan þvott og gætti þessa að þvo allt sem þarf að vera hreint fyrir Pragferðina. Því næst var það ofursturta með tilheyrandi hreingerningum og konudóti. Þá var þvottavélin búin og tími til að setja í aðra vél. Nú er sem sagt allt orðið hreint og fínt og bíður pakkningar. Eins og Gulli minn skilur þá er ég núna í ljótu fötunum því fínu fötin á ekki að nota fyrr en á fimmtudaginn. Eftir þetta allt tók ég til í íbúðinni, bjó til vinnuskýrsluna mína og auðvitað LISTA yfir það sem við þurfum að taka með til Prag. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að birta listann hér á síðunni hef ég kosið að halda honum leyndum. En ef þið eruð alveg að deyja yfir því hvað er á listanum má alltaf taka upp símann og fá persónulegan upplestur á komandi farangri.
Nú er það bara vinna í kvöld og fyrramálið og svo kóræfing og aðalfundur Kórsins og svo er það Prag. Vá maður verður næstum því þreyttur á því að sjá dugnaðinn í mér. Hrós fyrir Fríðunni!
15/03/2004
Til Hamingju Þorbjörg og Vignir!
Þorbjörg og Vignir eru búin að sjá til þess að gen þeirra komast áfram. Þau eignuðust fullkominn dreng á laugardaginn 13. mars og hefur hann hlotið nafnið Hranfkell Daði. Enn og aftur vil ég óska þeim til hamingju með Litla - Ling og vona það framtíðin verði fjölskyldunni björt og hamingjurík.
Þorbjörg og Vignir eru búin að sjá til þess að gen þeirra komast áfram. Þau eignuðust fullkominn dreng á laugardaginn 13. mars og hefur hann hlotið nafnið Hranfkell Daði. Enn og aftur vil ég óska þeim til hamingju með Litla - Ling og vona það framtíðin verði fjölskyldunni björt og hamingjurík.
Að ferðast með stæl!
Þetta var eitt af umræðuefnum gærkvöldsins á ölstofunni. Ég og hinir fjóru fræknu (Jóhann, Þórir, Héðinn og Gulli) fórum á stuttmynda sýningu á Hinsegin bíódögum en Svana og Inga fóru á næstu mynd á eftir. Af stuttmyndunum hef ég ýmislegt að segja. Það má í fyrsta lagi greinilega kalla allt stuttmynd! Nokkrar myndanna voru mjög góðar en sumar voru aðeins og súrar fyrir minn smekk. Eftir að myndunum lauk var auðvitað farið beinustu leið á Ölstofuna og nokkrir öl teigaðir. Inga og Svana bættust í hópinn og umræður voru af ýmsum toga. Ég er til dæmis búin að hitta ferða-sálufélaga í honum Gulla. Vá ég hélt að ég væri ein í þessum bransa en loksins sá ég ljósið í öðrum einstakling. Nú er einmitt þvottatörnin fyrir Prag ferðina byrjuð þannig að fram að brottför er ekki verið að spranga um í þeim fötum sem ég fer með þangað. Gulli skilur mig þannig að þetta er allt í lagi. Svo var það auðvitað hvernig maður á að versla í Bónus með stæl næsta umræðuefnið. Ég hló svo mikið að ég man varla eftir öðru eins. Já ég veit að ég er svolítið sérkennileg á sumu sviðum en maður verður að fagna sérkennum sínum - sama hversu skrýtin þau kunna að vera. Þetta er mottó dagsins í dag. Sem sagt Prag eftir 3 daga - byrjuð að þvo og gera lista yfir það sem ég þarf að gera þangað til og hvað ég þarf að taka með mér. Ef það eru einhverjar spurningar vinsamlegast skrifið á commentakerfið. Knús í Krús!
Þetta var eitt af umræðuefnum gærkvöldsins á ölstofunni. Ég og hinir fjóru fræknu (Jóhann, Þórir, Héðinn og Gulli) fórum á stuttmynda sýningu á Hinsegin bíódögum en Svana og Inga fóru á næstu mynd á eftir. Af stuttmyndunum hef ég ýmislegt að segja. Það má í fyrsta lagi greinilega kalla allt stuttmynd! Nokkrar myndanna voru mjög góðar en sumar voru aðeins og súrar fyrir minn smekk. Eftir að myndunum lauk var auðvitað farið beinustu leið á Ölstofuna og nokkrir öl teigaðir. Inga og Svana bættust í hópinn og umræður voru af ýmsum toga. Ég er til dæmis búin að hitta ferða-sálufélaga í honum Gulla. Vá ég hélt að ég væri ein í þessum bransa en loksins sá ég ljósið í öðrum einstakling. Nú er einmitt þvottatörnin fyrir Prag ferðina byrjuð þannig að fram að brottför er ekki verið að spranga um í þeim fötum sem ég fer með þangað. Gulli skilur mig þannig að þetta er allt í lagi. Svo var það auðvitað hvernig maður á að versla í Bónus með stæl næsta umræðuefnið. Ég hló svo mikið að ég man varla eftir öðru eins. Já ég veit að ég er svolítið sérkennileg á sumu sviðum en maður verður að fagna sérkennum sínum - sama hversu skrýtin þau kunna að vera. Þetta er mottó dagsins í dag. Sem sagt Prag eftir 3 daga - byrjuð að þvo og gera lista yfir það sem ég þarf að gera þangað til og hvað ég þarf að taka með mér. Ef það eru einhverjar spurningar vinsamlegast skrifið á commentakerfið. Knús í Krús!
12/03/2004
Bíó og Öl!
Fór í bíó í gærkvöldi í hópi frækins fólks. Þarna voru sem sagt 3 samkynhneigðir menn og 3 konur. Jú Þórir (ofur skipurleggjandi Hinsegin Bíódaga), Héðinn fréttapési, Jóhann (sem ég hef nýverið endurheimt frá LUX), Svana Super, Inga og svo nottla ég. Við fórum að sjá Brother - Outsider sem er heimildarmynd um líf Bayard Rustin sem var svartur og samkynhneigður. Já þetta var brilljant hópur og skelltum okkur í öl eftir myndina. Ætluðum á ölstofuna en þar var pakkað af fólki þannig að við skriðum inn í hávaða og bilaða hurð á Cafe Lizt. Við gerðum þar könnun á hegðan fólks þegar það fer út af svona stöðum og meira en helmingur þeirra lokar ekki hurðinni á eftir sér. Þar sátum við á meðan sífellt þynntist í hópnum en ég, Jóhann og Þórir drifum okkur loks heim um kl. 2 (að mig minnir). Í morgun var svo ekki laust við að ég fyndi fyrir þessum ölum sem ég fékk mér og er pínu meygluð. Næsta hópdeit er á sunnudaginn þegar stefnan er tekin á stuttmyndasafn á Hinsegin bíódögum. Núna er aðeins eitt á dagskránni - horfa á Sex and the City sem ég tók upp í gær!
Fór í bíó í gærkvöldi í hópi frækins fólks. Þarna voru sem sagt 3 samkynhneigðir menn og 3 konur. Jú Þórir (ofur skipurleggjandi Hinsegin Bíódaga), Héðinn fréttapési, Jóhann (sem ég hef nýverið endurheimt frá LUX), Svana Super, Inga og svo nottla ég. Við fórum að sjá Brother - Outsider sem er heimildarmynd um líf Bayard Rustin sem var svartur og samkynhneigður. Já þetta var brilljant hópur og skelltum okkur í öl eftir myndina. Ætluðum á ölstofuna en þar var pakkað af fólki þannig að við skriðum inn í hávaða og bilaða hurð á Cafe Lizt. Við gerðum þar könnun á hegðan fólks þegar það fer út af svona stöðum og meira en helmingur þeirra lokar ekki hurðinni á eftir sér. Þar sátum við á meðan sífellt þynntist í hópnum en ég, Jóhann og Þórir drifum okkur loks heim um kl. 2 (að mig minnir). Í morgun var svo ekki laust við að ég fyndi fyrir þessum ölum sem ég fékk mér og er pínu meygluð. Næsta hópdeit er á sunnudaginn þegar stefnan er tekin á stuttmyndasafn á Hinsegin bíódögum. Núna er aðeins eitt á dagskránni - horfa á Sex and the City sem ég tók upp í gær!
10/03/2004
I need a hero!
Ákvað að leyfa veðrinu ekki lengur að sigra og sit nú við gerð á alveg mögnuðum gelludisk. Allar helstu gelluhljómsveitir eiga lag og svo eru auðvitað ómissandi djamm slagarar settir með sem og "What a feeling", "I need a hero" og "Let´s get loud". Það er svo mikið stuð hér að mig langar eiginlega bara að skella mér í kjól, mála mig og fá mér í glas á meðan - svona eins og maður sé á leiðinni út á djammið. Er þetta ekki bara málið?
Ákvað að leyfa veðrinu ekki lengur að sigra og sit nú við gerð á alveg mögnuðum gelludisk. Allar helstu gelluhljómsveitir eiga lag og svo eru auðvitað ómissandi djamm slagarar settir með sem og "What a feeling", "I need a hero" og "Let´s get loud". Það er svo mikið stuð hér að mig langar eiginlega bara að skella mér í kjól, mála mig og fá mér í glas á meðan - svona eins og maður sé á leiðinni út á djammið. Er þetta ekki bara málið?
Hvað er málið með rokið!!
Mér er nú spurn - Hver pantaði þetta veður og ver hefur húmor fyrir þessum fjanda? Þetta var voða rómó svona fyrstu tvo dagana, kúra undir teppi og hafa það huggulegt en núna er þetta bara orðið þreytt. Það tekur því ekki að greiða sér ef maður er að fara út - því as we all know þá er rok úr öllum áttum!!!! Lægðin er farin að fara í skapið á fólki og við stefnun í alsherjar meyglu og þunglyndi! ÉG VIL FÁ LOGN! Það er ekki eins og ég sé að biðja um sólskin og sumaryl - bara aðeins minna rok! Það hefur verið nóg að gera í vinnunni þar sem fólk annað hvort fýkur til og meiðir sig eða eitthvað annað fýkur á fólkið og meiðir það. HUMF - þetta reddast því ofurhjúkkan ætlar að bregað undir sig betri fætinum og skella sér til útlanda eftir rúma viku. Það heldur í manni lífinu að komast af þessu skeri í augnarblik og ódýran bjór.
Lítið hefur gerst undanfarið - skrapp í afmæli til heiðursmannsins Héðins sem var ljúf stund en þar fyrir utan hef ég hangið í vinnunni eða heima sofandi. Nú er mál að koma sér aftur út í rokið og njóta veðursins, eða bara sleppa því og bíða fram undir helgi þegar á að fara að lægja.
Hún Þorbjörg vinkona á að eignast litla kútinn sinn þessa dagana og ég vil óska henni og Vigni góðs gengis í því öllu saman. Koma svo Þorbjörg rembast!
Mér er nú spurn - Hver pantaði þetta veður og ver hefur húmor fyrir þessum fjanda? Þetta var voða rómó svona fyrstu tvo dagana, kúra undir teppi og hafa það huggulegt en núna er þetta bara orðið þreytt. Það tekur því ekki að greiða sér ef maður er að fara út - því as we all know þá er rok úr öllum áttum!!!! Lægðin er farin að fara í skapið á fólki og við stefnun í alsherjar meyglu og þunglyndi! ÉG VIL FÁ LOGN! Það er ekki eins og ég sé að biðja um sólskin og sumaryl - bara aðeins minna rok! Það hefur verið nóg að gera í vinnunni þar sem fólk annað hvort fýkur til og meiðir sig eða eitthvað annað fýkur á fólkið og meiðir það. HUMF - þetta reddast því ofurhjúkkan ætlar að bregað undir sig betri fætinum og skella sér til útlanda eftir rúma viku. Það heldur í manni lífinu að komast af þessu skeri í augnarblik og ódýran bjór.
Lítið hefur gerst undanfarið - skrapp í afmæli til heiðursmannsins Héðins sem var ljúf stund en þar fyrir utan hef ég hangið í vinnunni eða heima sofandi. Nú er mál að koma sér aftur út í rokið og njóta veðursins, eða bara sleppa því og bíða fram undir helgi þegar á að fara að lægja.
Hún Þorbjörg vinkona á að eignast litla kútinn sinn þessa dagana og ég vil óska henni og Vigni góðs gengis í því öllu saman. Koma svo Þorbjörg rembast!
07/03/2004
Árshátíð og Formúlan!
Mikil spenna var í lífi ofurhjúkkunnar á föstudaginn. Loksins var komið að því að árshátíðin var um kvöldið og gellurnar í árshátíðarnefndinni voru í léttri maníu allan daginn. Við mættum eldsnemma og hófum að skreyta salinn aðkomuna að honum. Þetta tók lungað úr deginu og svo var hlaupið í tilheyrandi klippingar, strýpur og vaxmeðferðir. Allt tókst þetta með eindæmum vel og við hreinlega blómstruðum um kvöldið. Þetta heppnaðist æðislega og leynigestur kvöldsins - Jón "500 kall" Sigurðsson kom, sá og sigraði sem síðasta skemmtiatriðið. Þetta var alveg frábært og maðurinn er algjör perla! Eftir það tók við diskótek og trúnóhorn ofurhjúkkunnar. Allir í góðum fíling og kvöldið endaði í eftirpartý hjá einum samstarfsmanni okkar. Ofurhjúkkan vann meira að segja "Bráðabikarinn" fyrir að vera hrakfallabálkur ársins! Laugardagurinn fór í almenna þreytu og hausverk sem lagaðist nú um eftirmiðdaginn.
Í nótt var svo spennan í hámarki á heimili ofurhjúkkunnar þegar fyrsta keppni ársins í Formúlunni hófst kl. 03. Mínir menn voru ekki að standa sig neitt sérstaklega vel og ég fór í beddan áður en keppni lauk. Hafði alveg engan áhuga á því að sjá rauðklædda þjóðverjann með skakka andlitið vinna keppnina. Sá maður er gjörsamlega óþolandi!
Í kvöld er stefnan tekin í afmælisboð Héðins og einnig er útistandadi spilaboð á vegum Braga og Vöku. Að öðru leyti er málið að vera inni því það er viðbjóðslegt veður úti!
Mikil spenna var í lífi ofurhjúkkunnar á föstudaginn. Loksins var komið að því að árshátíðin var um kvöldið og gellurnar í árshátíðarnefndinni voru í léttri maníu allan daginn. Við mættum eldsnemma og hófum að skreyta salinn aðkomuna að honum. Þetta tók lungað úr deginu og svo var hlaupið í tilheyrandi klippingar, strýpur og vaxmeðferðir. Allt tókst þetta með eindæmum vel og við hreinlega blómstruðum um kvöldið. Þetta heppnaðist æðislega og leynigestur kvöldsins - Jón "500 kall" Sigurðsson kom, sá og sigraði sem síðasta skemmtiatriðið. Þetta var alveg frábært og maðurinn er algjör perla! Eftir það tók við diskótek og trúnóhorn ofurhjúkkunnar. Allir í góðum fíling og kvöldið endaði í eftirpartý hjá einum samstarfsmanni okkar. Ofurhjúkkan vann meira að segja "Bráðabikarinn" fyrir að vera hrakfallabálkur ársins! Laugardagurinn fór í almenna þreytu og hausverk sem lagaðist nú um eftirmiðdaginn.
Í nótt var svo spennan í hámarki á heimili ofurhjúkkunnar þegar fyrsta keppni ársins í Formúlunni hófst kl. 03. Mínir menn voru ekki að standa sig neitt sérstaklega vel og ég fór í beddan áður en keppni lauk. Hafði alveg engan áhuga á því að sjá rauðklædda þjóðverjann með skakka andlitið vinna keppnina. Sá maður er gjörsamlega óþolandi!
Í kvöld er stefnan tekin í afmælisboð Héðins og einnig er útistandadi spilaboð á vegum Braga og Vöku. Að öðru leyti er málið að vera inni því það er viðbjóðslegt veður úti!
04/03/2004
Ofurkáta ofurhjúkkan!!
Jibbí fyrir bæklunarlækninum sem gaf mér leyfi til þess að fara að stíga í fótinn!! Hann var nú spakur og sagði að þetta væri sem sagt ekki brotið þannig að ég þarf ekki að vera á hækjum í 4 vikur í viðbót - EN það er einhver massa mikil bólga og vesen í ilinni og ég þarf í staðinni að taka bólgueyðandi lyf næstu vikur og má smátt og smátt beyta fætinum meira. Stundum tekur allt að 6 - 9 mánuði að ná svona bólgum niður EN vonandi gerðu vikurnar á hækjunum hælnum gott og hann náði að hvíla sig. Ég þoli ekki þessi EN hjá læknum. Þeir koma til manns og eru með svakalega fínar fréttir sem þeir skemma svo með EN "þú munt aldrei jafna þig fullkomlega" sem dæmi.
Já á morgun er árshátíð hjá ofurhjúkkunni og það verður ofurgaman. Ég er búin að lofa að dansa ekki þannig að ég ætla að vera með opið trúnó horn eftir að borðhaldi líkur. Deildarstjórinn sem heldur að ég sé ofvirk með athyglisbrest telur þetta plott ekki koma til með að ganga upp, en hver veit - ég er mjög góður trúnói þegar nokkur glös hafa tæmst. Ég lenti meira að segja á spontant trúnóum eins og einu um daginn en ég má ekki segja frá því það var trúnó!!!! Hækjudruslan fær nú samt að koma með á morgun og kallinn líka þannig að maður hefur svo sem nóg með sitt. Góða helgi og gangi ykkur vel í leigubílaslagnum sem er yfirvofandi.
Jibbí fyrir bæklunarlækninum sem gaf mér leyfi til þess að fara að stíga í fótinn!! Hann var nú spakur og sagði að þetta væri sem sagt ekki brotið þannig að ég þarf ekki að vera á hækjum í 4 vikur í viðbót - EN það er einhver massa mikil bólga og vesen í ilinni og ég þarf í staðinni að taka bólgueyðandi lyf næstu vikur og má smátt og smátt beyta fætinum meira. Stundum tekur allt að 6 - 9 mánuði að ná svona bólgum niður EN vonandi gerðu vikurnar á hækjunum hælnum gott og hann náði að hvíla sig. Ég þoli ekki þessi EN hjá læknum. Þeir koma til manns og eru með svakalega fínar fréttir sem þeir skemma svo með EN "þú munt aldrei jafna þig fullkomlega" sem dæmi.
Já á morgun er árshátíð hjá ofurhjúkkunni og það verður ofurgaman. Ég er búin að lofa að dansa ekki þannig að ég ætla að vera með opið trúnó horn eftir að borðhaldi líkur. Deildarstjórinn sem heldur að ég sé ofvirk með athyglisbrest telur þetta plott ekki koma til með að ganga upp, en hver veit - ég er mjög góður trúnói þegar nokkur glös hafa tæmst. Ég lenti meira að segja á spontant trúnóum eins og einu um daginn en ég má ekki segja frá því það var trúnó!!!! Hækjudruslan fær nú samt að koma með á morgun og kallinn líka þannig að maður hefur svo sem nóg með sitt. Góða helgi og gangi ykkur vel í leigubílaslagnum sem er yfirvofandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)