20/03/2009

Stóra lakkrísreima málið!
Hjúkkan var með langan óskalista af íslensku nammi sem beðið var eftir með óþreygju í Svíþjóð. Hún skundaði því í búðina daginn fyrir brottför, keypti CoCo Puffs, appollo lakkrís og lakkrísreimar svo eitthvað sé nefnt. Ein af hinni íslensku snilld eru fylltar lakkrísreimar sem eru bara engu líkar. Hjúkkan ákvað að vera góð við gestgjafana og kaupa hvoru tveggja fylltar og ófylltar. En eitthvað vafðist þetta fyrir henni þegar hún var í búðinni og ekki fyrir sitt litla líf gat hún séð hvor pakkningin væri með þeim fylltu. Eftir nákvæma rýni inn í pokana og lestur á litlu verðmerkingarnar á hillunni fann hjúkkan það sem hún var að leitað að og fór glöð í bragði til Svíþjóðar. Þóttist meira að segja hafa fundið upp svakalega lausn á þessu greiningamáli þ.e. hvor er fyllt og hvor ekki án þess að þukkla of mikið á pakkningunni. Sú fyllta er með svona gylltu mynstri en hin bara hvítu og svörtu. Jább þangað til að við afhengdingu á lakkrísreimunum þegar stúlkan bauð fram þennan mikla fróðleik og rak á augun í stærðarinnar letur á pakkningunni : FYLLTAR LAKKRÍSREIMAR..... þetta fór sko ekki framhjá neinum nema hjúkkunni :)