03/10/2009

Enn á ferð og flugi!
Hjúkkan er enn sem fyrr á ferð og flugi um allan heiminn vegna vinnu sinnar. Síðast lá leiðin til Vínar með viðkomu á evrópuþingi sykursýkis. Á þessum ferðum sínum fær hjúkkan yfirleitt eitthvað gott að borða og sú var reyndin í þessari ferð sem öðrum ferðum. Leiðin lá á Harry´s time í Vín sem er frábær veitingastaður og Harrý sjálfur á staðnum og leit út eins og yngri bróðri Humprey Bogart :) Nú er dekurtími enda heilar 2 vikur þar sem stúlka er heima á Íslandi. Það sem var svo áberandi í þessari ferð er hvað það þarf lítið til þess að vekja gleði hjúkkunnar. Þegar komið var í vél Icelandair á Kastrup í gærkvöldi vakti það einlægna hamingju og gleði hjá hjúkkunni að sjá að það voru komnar nýjar myndir í entertainment systemið í vélinni. Hjúkkan sá sér gott til glóðarinn að þurfa ekki að horfa á 27 dresses eða Devil wears Prada í 15 skipti!!! Og til að bæta enn meiri gleði og hamingju í líf hjúkkunnar frétti hún að það er von á nýjum vörulista í Saga Boutique. Já þetta kann að hljómar ferkar einkennilega að svona hlutir geti kætt mann svo innilega en því miður er það staðan :) En góðu fréttirnar eru þær að þegar næsta ferð verður farin eftir 2 vikur þá verður ný mynd og nýr bæklingur í vélinni..... það liggur við að mann hlakki til að fara :)