27/05/2007

Fullorðins!
Hjúkkan uppgötvaði það í gærkvöldi að hún verður sífellt meira fullorðin. Því fylgir að lenda í alls konar einkennilegum aðstæðum og þurfa að finna hentugustu leiðina út úr aðstæðunum. Hjúkkan lenti einmitt í svona aðstæðum í gær og sér til mikillar hamingju fann hún að eigin mati flottustu leiðina úr þeim. Maður má ekki láta fullorðisaðstæðurnar fá á sig og muna bara eftir stigunum sem maður fær fyrir vikið.
Alla vega fór kvöldið í tvö afmæli, annars vegar hjá Óskarnum og hins vegar hjá Heiðu kokteilaklúbbs skvísu. Þar að auki var hjúkkunni boðið í innflutningsparty en komst því miður ekki þangað vegna anna í afmælunum. Leiðin lá meira að segja í höfuðborgina þar sem kíkt var á skemmtistað í miðbænum. Eftir að staðnum lokaði tók við ógleymanleg bið eftir leigubíl í skítakulda og þreytu. Hjúkkunni var kalt þangað um miðjan daginn í dag þegar hún fór að þvo og bóna bílinn sinn. Þegar á botnin er hvolft var kvöldið mjög áhugavert, fullorðins og kalt!!!

22/05/2007

New York Baby!
Já hjúkkan er komin heim úr vel heppnaðri ferð til New York ásamt vinnufélögum og alls konar fylgifiskum. Eftir að hafa blómstrað í hópeflisferðinni sbr. lýsingar hér að neðan var hjúkkan þeim mun brattar við niðurpökkun daginn eftir og var sko ekki lengi að koma sér í ferðagírinn. Einkennilegir hlutir áttu sér þó stað við pökkunina og fór nú einn skartgripur með í óskilum, en hann hafði aldrei komið til New York og var snarlega pakkaði niður í veskið þegar þetta uppgötvaðist :)
Í New York var auðvitað gengið um, spókað sig, verslað, drukkið gott hvítvín og nokkrir mojito svo eitthvað sé nefnt. Hjúkkan var með stáltaugar er hún steig upp í hjólreiðavagn í mikilli rigningu á leið á Broadway. Þetta var fyrst voðalega fyndið en svo þegar hjúkkan uppgötvaði að hólavagninn var inni í miðri umferð á Manhattan og þar keyra allir eins og hálvitar, leið hjúkkunni ekki betur. Höskuldur fékk að finna samhug "félaga" sinna þ.e. hjúkkunnar og eins makans í ferðinni þar sem hringt var í drenginn af Broadway við lítinn fögnuð hans.
Besta múvið í ferðinni var samt vakning hjúkkunnar á laugardagsmorgninum. Hún hafði stillt vekjaraklukkuna á símanum og svo fór allt í gang og aumingjans ferðafélaginn var rifin fram úr. Hjúkkan var ekki upp á sitt besta við svona vakningu og þegar hún sá að enn var dimmt úti var henni enn minna skemmt. Svo kom að því - hún leit á klukkuna í herberginu sem sýndi 04:36 en ekki 08:36 eins og síminn!!!! Hjúkkan fann aðra klukku sem einnig var 04:36, klóraði sér í hausnum og hringdi niður í lobbý og spurði hvað klukkan væri eiginlega. Jú hún var 04:36 og hjúkkan gólaði af gleði áður en hún skreið aftur upp í og hélt áfram að sofa í 4 dásamlega klukkutíma til viðbótar.
Hótelið var voðalega hip og kúl og var meira að segja einhver Gavin maður Gwen í herberginu við hliðina á stelpunum, sem höfðu ekki hugmynd um hvaða gaur þetta væri. Frúin hans var víst með tónleika í borginni á laugardagskvöldið.
Svo er nú bara eitt!!!! Hvað er málið með að koma heim úr næturflugi frá USA, úr sól og blíðu í tilheyrandi minipilsi og gallajakka og það er snjókoma úti!!!!!!!!! Þetta voru ansi kaldar mótttökur sem hjúkkan fékk við heimkomuna, það þurfti meira að segja að skafa bílinn!!!

17/05/2007

Hópeflisdrottningin!
Hjúkkan sannaði það í gær að hún er hópeflisdrottning ársins. Það var sem sagt hópeflisferð fyrirtækisins í gær og leiðin lá í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum þar sem mikið var reynt á taugar og þol manna. Allir komust heilir út og lá leiðin í Skátaheimili við Úlfljótsvatn þar sem etið var og drukkið. Fyrir matinn var auðvitað tekin smá fótboltaleikur og þar keppti hjúkkan stolt með "lituðum" á móti "svörtum" og í þokkabót var stelpan á háum hælum!!! Já hún þaut um völlinn enda á takkaskó :)
Mikið var dansað og fór frænkutríóið á kostum - auðvitað að eigin mat og komust aðrir ekki með tærnar þar sem vestfirsku fegurðardrottningarnar höfðu hælana. Leiðin lá loks í bæinn seint og síðar meir og fór nú hjúkkan beinustu leið heim, enda nóg að gera í dag.
Hún er sem sagt í þessum skrifuðu orðum að bíða eftir því að verða sótt til að komast í Leifstöð og þaðan til New York. Helgin verður tekin þar við mikla afslöppun ásamt svona basic New York things sbr. versla, kaupa skó, versla föt og borða.
Afmælisbörn dagsins fá auðvitað stórt knús og þúsund kossar og sérstaklega á þar í hlut Súper Svana sem var að rúlla inn í nýjan tug í dag :)
Nokkur afmæli eru næstu daga og sendir hjúkkan þeim sem þar eiga í hlut einnig knús og kossa.
Verið góð við hvort annað - ég er farin til New York......

09/05/2007

Ef ég væri þú....
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að velta nokkuð fyrir sér þeim ráðum sem við gefum öðrum í einhverri von um að viðkomandi nái nú að snúa vandamálum sér í hag eða komist í gegnum erfiða tíma. Flest eru þessi ráð auðvitað gefin af væntumþiggju og með góðum fyrirætlunum. En erum við ekki bara með einskæra forræðishyggju? Þurfum við í alvörunni að vera endalaust að gefa þessi óumbeðnu ráð og þykjast geta leyst vanda annarra þegar við kannski vitum ekki nema hluta af sögunni? Væri kannski réttast að spyrja fyrst - ,, má ég gefa þér ráð? " og halda svo áfram ef viðkomandi vill þiggja einhverja leiðsögn. Sum ráð eru líka á þann veg að sá sem þau fær upplifir sig sem algjöran aumingja sem ekki getur séð um sig sjálfur. Hjúkkan heldur að allir hefðu svolítið gott af því að kannski líta aðeins í eigin barm áður en maður smellir ráði í andlitið á einhverjum, þó manni þyki vænt um viðkomandi og vilji honum allt hið besta.

07/05/2007

Dagurinn í dag er dagur "ógeðslega flottra" og "andskoti klárra" kvenna.

Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.
Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.
Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.
Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.
Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.
Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!
Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

Jæja hvorn hópinn teljið þið að hjúkkan samsvari sér við???

06/05/2007

Einstaklega góður dagur :)
Sunnudagur til sælu eru svo sannarlega orð í tíma töluð. Já sunnudagurinn í dag hefur verið einstaklega góður í lífi hjúkkunnar. Eftir ljúfan nætursvefn var hún vöknuð fyrir allar aldir ( já - án vekjaraklukku kl. 09:30). Hún reyndi að neita að horfast í augu við vökunina en það var ekki aftur snúið þegar hún var kvött til þess að hundskast á fætur og drífa sig á golfvöllinn. Eftir smá mas lét hjúkkan til leiðast og dreif sig út á Hvaleyri til að æfa pútti og chippið og svo auðvitað taka eina fötu. Að því loknu var varla komið hádegi og yfirleitt sá tími sem hjúkkan skríður fram úr um helgar en nú var bara fullt eftir af deginum. Því renndi hún í Brekkuselið og þreif bílinn hátt og lágt að innan sem utan (þvottur með svampi og alles og bón líka) þar sem hún var enn í ofvirkni kasti ákvað hún að taka til í garðinum hjá foreldrunum og loks grilla ofan í þau kvöldmatinn.
Bestu fréttir dagsins komu svo um eftirmiðdegi -
MANCHESTER UNITED ER ENGLANDSMEISTARI!!!!!
já þið öll sem höfðu ekki trú á okkur, haha við erum lang best!! Eftir þetta ofvirkni kast lá leiðin heim í freyðibað og afslöppun. Á morgun fær svo hjúkkan reiðhjólið sitt sem hún keypti fyrir helgi og verður því hjólandi alla vikuna :)

01/05/2007

Ný upplifun og fullt af stigum!
Hjúkkan prófaði í kvöld Sushi í fyrsta skiptið um ævina. Þetta voru Ninja bitar sem eru samsettir úr túnfiski og einhverju fleiru gómsætu. Hjúkkan borðaði meira að segja dæmið með prjónum og allt - án þess að valda sjálfri sér eða þeim sem í kringum hana voru skaða. Þetta eru nú nokkur fullorðinsstig sem maður fær með þessu ekki satt? Domo er alveg nokkuð hip og kúl staður og alveg óhætt að fara þangað að borða.
Í gegnum máltíðina fékk hjúkkan reglulegar upplýsingar um gang mála í Meistaradeildinni og verður nú hjúkkan að lýsa yfir hamingju sinni með úrslit kvöldsins. Það verður sko ekki leiðinlegt að vinna Liverpool í úrslitaleiknum :) Annars virðast Liverpool aðdáendur skjótast upp allt í kringum hjúkkuna og má hún hafa sig alla við í baráttunni. Annað kvöld er svo planaður sófi og leikur og biður hjúkkan þá sem hana þekkja að vera ekki að trufla hana milli 19 og 21 nema viðkomandi vilji hljóta verra af...