Glæsileg að vanda!
Já það er aldeilis kominn tími til að hjúkkan láti aðeins frá sér heyra. Svona er það samt um leið og Bláfjöllin opna - þá flytur hjúkkan lögheimili sitt þangað tímabundið :) Hjúkkan vinnur eins og vindurinn þess á milli sem hún hleypur eða skíðar að ógleymdum stuðningi hjúkkunnar við efnahagskreppuna með smá verslun.
Svona til að byrja aftur og koma brosi á varir lesenda verður hér sett fram smá frásögn af fundi sem hjúkkan sat. Hún var þar ásamt sínum yfirmanni og 5 sérfræðingum vegna verkefnis sem er í startblokkunum. Að fundinum loknum stendur hjúkkan upp og fær ósköp fallega athugasemd frá einum fundarmannanna. Nema hvað að þessu átti hjúkkan ekki von og fór eiginlega í smá panik aldrei þessu vant. Hún fór í smá kleinu og gat eiginlega ekki svarað og endaði á því að stama eitthvað upp úr sér og ætlaði bara að setjast glæsilega aftur á stólinn. Ekki tókst betur en svo að í panikkinu áttaði hjúkkan sig ekki á því hversu nálægt yfirmanni sínum hún stóð og við það að setjast niður skallaði hún yfirmanninn!!! Ó já sem betur fer þekkjast allir vel sem voru á fundinum og hjúkkan gat helgið að þessu öllu og aðrir fundarmenn einnig. Þannig að vittu til kæri lesandi - þó einhver hæli manni fyrir glæsileika er ekki málið að panikka og skalla yfirmanninn sinn :)
17/02/2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli