Ef ég væri þú....
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að velta nokkuð fyrir sér þeim ráðum sem við gefum öðrum í einhverri von um að viðkomandi nái nú að snúa vandamálum sér í hag eða komist í gegnum erfiða tíma. Flest eru þessi ráð auðvitað gefin af væntumþiggju og með góðum fyrirætlunum. En erum við ekki bara með einskæra forræðishyggju? Þurfum við í alvörunni að vera endalaust að gefa þessi óumbeðnu ráð og þykjast geta leyst vanda annarra þegar við kannski vitum ekki nema hluta af sögunni? Væri kannski réttast að spyrja fyrst - ,, má ég gefa þér ráð? " og halda svo áfram ef viðkomandi vill þiggja einhverja leiðsögn. Sum ráð eru líka á þann veg að sá sem þau fær upplifir sig sem algjöran aumingja sem ekki getur séð um sig sjálfur. Hjúkkan heldur að allir hefðu svolítið gott af því að kannski líta aðeins í eigin barm áður en maður smellir ráði í andlitið á einhverjum, þó manni þyki vænt um viðkomandi og vilji honum allt hið besta.
09/05/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nei, mér þykja mín ráð alltaf best og hyggst gefa þau óumbeðinn hægri vinstri. T.d. hef ég skoðun á því hvað Hjúkkan á að kjósa, hvernig hún á að hegða sér og hverjum hún á að bjóða með sér til NY. Þá hef ég ýmsar skoðanair á því hvaða sjónvarpsefni Hjúkkan á að fókusera á, á næstu dögum, hvaða kappleiki hún skal sækja í sumar og horfa á, á næstu dögum og þannig fram eftir götunum. Eins og ég segi, þessi ráð munu vella hiklaust út úr munni meistarans enda veit ég að ég er besserwisser LÍFSINS, ekki dauðans sjáðu!
Því munurinn er sá að ég mun sko hella upp á kakó eða draga tappa úr rauðri svona svo auðveldara sé að kyngja öllu þessu blaðri úr mér.
Annars vona ég að spá um velgengni nágranna yðar sé hið mesta þvaður og óska þeim alls hins versta í baráttunni í sumar!
Áfram KR!
Þetta eru reyndar alveg góðar og gildar skoðanir Höskuldur minn og ég veit að þær eru allar mér fyrir bestu :)
Ég held að nágrannar mínir í tjaldinu á Reykjanesbrautinni eigi ekki eftir að gera neitt sérstakt í sumar - við verum meistarar!!!
Áfram KR!!!
p.s. eigum við að hittast á símafundi og syngja nokkur KR lög??
Skrifa ummæli