Aflýst!
Hjúkkan er svolítið að leita í spennuna þessa dagana með því að reyna að fljúga á krefjandi staði á Íslandi. Fyrir nokkru voru það Vestmannaeyjar og svo fór eins og þekkt er að Herjólfur fékk að ferja hjúkkuna heim. Í dag átti að gera tilraun til að komast til Ísafjarðar og allt leit vel út. Hjúkkan komin tímanlega út á Reykjavíkurflugvöll og sat hin spakasta og fylgdist með þreyttum ferðalöngum koma og fara. Sumir virkuðu voðalega taugaveiklaðir og eftir að hafa horft á þó nokkra koma, tala við einhver á þjónustuborðinu og fara svo aftur var hjúkkunni farið að lengja eftir að byrjað yrði á tékk inn í flugið. Viti menn loksins þegar hjúkkan reis á fætur og ætlaði að athuga málið kom voðalega huggulegt sms. "Góðan dag, því miður hefur flugi til Ísafjarðar verið aflýst vegna veðurs". Já svo fór með þá ferð að sinni alla vega. Hjúkkan var reyndar búin að sjá í nokkrum sjarma rólegt kvöld á Hótel Ísafirði en í staðinn eru bara huggulegheit í Dofranum.
Það gengur ágætlega að versla fyrirfram fyrir New York enda má maður engan tíma missa í svona basic shopping :) Svo er bara að vona að ekki verið 14 stiga frost eins og í fyrra!!!
28/11/2007
20/11/2007
Rokkhljómarsveitarhjúkka!
Hjúkkan sýndi á sér nýjar hliðar á dögunum þegar hún tróð upp með hinni ógleymanlegu Vistor hljómsveit "Þrír með dívum". Hjúkkan lét plata sig í að syngja bakrödd og rúllaði bandið árshátíðinni upp með glæsibrag. Vinnufélagarnir sýndu ótrúleg múv á dansgólfinu undir dúndrandi stuði hljómsveitarinnar. Kvöldið leið hratt og þó svo að það hafi nú ekki endað eins og planið var þá var fjörið hið mesta. Vikan leið og þá lá leið hjúkkunnar til Vestmannaeyja þar sem heimamönnum var kennt hvað væri það besta við of háum blóðþrýstingi. Flugið um morguninn var tæpt og enn tæpara þegar átti að snúa heim og eftir nokkuð kröftugan valkvíða ákvað hjúkkan að prófa að upplifa ferð með Herjólfi. Já dallurinn stóð fyrir sínu og á tímabili þurfti mikla einbeitingu til þess að missa ekki innyflin í boxið, en með mikilli elju tókst hjúkkunni að sofa góðan hluta ferðarinnar. Það er eitt sem hjúkkan skilur þó ekki og það er þörf fólks til þess að vera að troða í sig mat alla leiðina í leiðindar sjógangi og veltingi! Það var alveg orsök nettrar innyflaörvunar!
Nú er hjúkkan byrjuð að kyrja jólasöngvana og raular jó-hólin jó-hólin ah- hallstaðar meira og minna allan daginn. Hjún er búin að taka þá ákvörðun að gefa jólastemningunni sjéns þetta árið og blómstra í undirbúningnum - engin námskeið þó!!! Svo er bara að undirbúa brúðkaup milli jóla og nýárs - þó ekki hennar eigið...
Hjúkkan sýndi á sér nýjar hliðar á dögunum þegar hún tróð upp með hinni ógleymanlegu Vistor hljómsveit "Þrír með dívum". Hjúkkan lét plata sig í að syngja bakrödd og rúllaði bandið árshátíðinni upp með glæsibrag. Vinnufélagarnir sýndu ótrúleg múv á dansgólfinu undir dúndrandi stuði hljómsveitarinnar. Kvöldið leið hratt og þó svo að það hafi nú ekki endað eins og planið var þá var fjörið hið mesta. Vikan leið og þá lá leið hjúkkunnar til Vestmannaeyja þar sem heimamönnum var kennt hvað væri það besta við of háum blóðþrýstingi. Flugið um morguninn var tæpt og enn tæpara þegar átti að snúa heim og eftir nokkuð kröftugan valkvíða ákvað hjúkkan að prófa að upplifa ferð með Herjólfi. Já dallurinn stóð fyrir sínu og á tímabili þurfti mikla einbeitingu til þess að missa ekki innyflin í boxið, en með mikilli elju tókst hjúkkunni að sofa góðan hluta ferðarinnar. Það er eitt sem hjúkkan skilur þó ekki og það er þörf fólks til þess að vera að troða í sig mat alla leiðina í leiðindar sjógangi og veltingi! Það var alveg orsök nettrar innyflaörvunar!
Nú er hjúkkan byrjuð að kyrja jólasöngvana og raular jó-hólin jó-hólin ah- hallstaðar meira og minna allan daginn. Hjún er búin að taka þá ákvörðun að gefa jólastemningunni sjéns þetta árið og blómstra í undirbúningnum - engin námskeið þó!!! Svo er bara að undirbúa brúðkaup milli jóla og nýárs - þó ekki hennar eigið...
06/11/2007
Stelpan orðin stór!
Já þá er hjúkkan loksins orðin 30 ára og komin í tölu fullorðinna. Eftir að hafa tekið nokkur kvíðaköst vegna þá yfirvofandi afmælis var hjúkkan ekkert nema afslöppuð og flottust að eigin mati á afmælisdaginn. Afmælis- og innflutningspartý Dofrans var haldið á laugardaginn og það var bara frábært. - Hjartans þakkir fyrir mig - Mjög skemmtilega ólíkir hópar af fólki saman komin í kotinu og kátt á hjalla. Svo er fyritækið sem hjúkkan vinnur hjá svo almennilegt að halda afmælisveislu (árshátíð) fyrir stelpuna n.k. laugardag og öllu verður til tjaldað :)
Nú lítur allt út fyrir að hjúkkan verði á Íslandi allan nóvember sem er bara kostur og eintóm hamingja yfir. Í desember er svo stutt ferð til New York enda þá kominn tími til að kíkja á jólagjafirnar. Þá er bara spurning hvort eitthvað af þessum fluffum sem maður þekkir verði um borð og fái að gera manni lífið ljúft á leiðinni yfir hafið.
Já þá er hjúkkan loksins orðin 30 ára og komin í tölu fullorðinna. Eftir að hafa tekið nokkur kvíðaköst vegna þá yfirvofandi afmælis var hjúkkan ekkert nema afslöppuð og flottust að eigin mati á afmælisdaginn. Afmælis- og innflutningspartý Dofrans var haldið á laugardaginn og það var bara frábært. - Hjartans þakkir fyrir mig - Mjög skemmtilega ólíkir hópar af fólki saman komin í kotinu og kátt á hjalla. Svo er fyritækið sem hjúkkan vinnur hjá svo almennilegt að halda afmælisveislu (árshátíð) fyrir stelpuna n.k. laugardag og öllu verður til tjaldað :)
Nú lítur allt út fyrir að hjúkkan verði á Íslandi allan nóvember sem er bara kostur og eintóm hamingja yfir. Í desember er svo stutt ferð til New York enda þá kominn tími til að kíkja á jólagjafirnar. Þá er bara spurning hvort eitthvað af þessum fluffum sem maður þekkir verði um borð og fái að gera manni lífið ljúft á leiðinni yfir hafið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)